Heyrðu já, ég held það væri mikið betri lausn ef skólinn myndi redda þessum helstu skólavörum, allavega hjá yngri börnunum. Ég hef heyrt að það sé þannig í Svíþjóð allavega, skólinn lætur börnin fá töskur, skriffæri og stílabækur. Mér finnst að það ætti að vera alveg jafn sjálfsagt og að skólinn láti þau fá námsbækurnar. Það myndi líka örugglega minnka “stéttaskiptinguna” hjá börnunum.