Þú veist það er sýking ef þú ert aumur, svæðið í kringum gatið er rautt, þú ert bólginn og það kemur gröftur úr gatinu. Það ætti ekkert að fara framhjá þér. Annars gerði ég annað helixið mitt sjálf og það hefur aldrei verið vesen með það. Og til að sannfæra foreldra þína skaltu kannski reyna að múta þeim, með góðri hegðun, góðum einkunnum… Ég fékk gat í naflann fyrir 3-4 árum, og var þá búin að væla heillengi. Mamma samþykkti það loksins með því skilyrði að ég myndi ekki segja orð um fleiri...