Kynlíf hefur engin áhrif á fóstrið á meðgöngu. Og svona snemma, aðeins nokkrum dögum eftir að “getnaðurinn” átti sér stað (ef hann átti sér þá stað), þá er þetta bara örfáar frumur, og telst varla sem fóstur. Ertu búin að stunda kynlíf eftir að þú gleymdir pillunni? Því þá er möguleiki á að þú sért ólétt, þó hann sé reyndar ekki mikill. Pillan kemur jú í veg fyrir egglos, en dugar aðeins í 24 tíma. Það er ástæða fyrir að maður þarf að taka hana á hverjum degi.