Heyrðu, í fyrradag lenti ég í slæmum málum með bílinn líka. Festingin á demparanum brotnaði svo gormurinn stakkst inn í dekkið, með þessum líka skruðningum. Ég með tveimur vinkonum mínum, úti í sveit, í símasambandsleysi. Röltum að næsta bæ (þurftum að fara yfir þúsund skurði) þar sem ég gat hringt í mömmu sem sótti okkur. En á leiðinni til baka sprakk dekk á mömmubíl. Glænýtt dekk, keyptu bílinn nýjan í vetur og voru bara að setja sumardekkin á í vikunni - og núna er dekkið ónýtt. Það var...