Margir sem hafa lagt leið sína niður í miðbæ hafa örugglega tekið eftir nýju stöðumælunum sem er búið að planta við nánast hverja einustu götu. Þetta er liður í átaki Reykjavíkurborgar Græn skref í Reykjavík. Þannig er það nefnilega að Reykjavík ætlar að gefa námsmönnum í Reykjavíkfrítt í strætó í haust og svo fá vistvænir bílar að leggja ókeypis í stæði borgarinnar, sem eru náttúrulega orðin mun fleiri gjaldskyld með þessum nýju stöðumælum.

En nú spyr ég, hvað með alla hina námsmennina. Þar sem það eru oftast námsmenn úr hinum bæjunum á höfuðborgarsvæðinu sem koma á bíl. Afhverju fá bara námsmenn í Reykjavík frítt í strætó, ætti þetta ekki líka að gilda um hina til þess að minnka umferðina til muna.

Þetta nýja kerfi mun bitna mest á tveimur menntaskólum, MR og Kvennó (ég er í seinni). Þessi skólar búa yfir nánast engum bílastæðum og nú er meirihlutinn af þeim stæðum sem eru í hverfinu orðin gjaldskyld. Kvennó á t.d. bara einhver 5 bílastæði og eru þau bara fyrir kennara. Þetta væri kanski í lagi, ef við hin sem búum ekki í Reykjavík féngjum líka frítt í strætó, en svo er ekki.

Við getum sem sagt valið um að borga 25. 000 kr fyrir skólakort, í kringum 500 kr á dag fyrir bílastæði eða leggja mörgum götum frá skólanum okkar.

Ég sé ekki lógígina í því að einungis námsmenn í Reykjavík fái frítt í strætó þar sem það eru ótrúlega margir námsmenn úr öðrum bæjum sem sækja nám í Reykjavík.

Mér finnst þetta gjörsamlega óásættanlegt. Persónulega finnst mér, fyrst Reykjavíkurborg vill endilega planta stöðumælum út um allt, að þá ættu allir námsmenn að fá frítt í strætó!!!
lífið gæti reynst auðveldara ef þú reynir að lifa því með bros á vör!!