Já þú þyrftir alltaf að vera að lita í rótina. Ég stóð í þessu í einhver ár, er náttúrulega dökkhærð en var með mjög ljóst hár á tímabili. Ég var aaalltaf að lita í rótina. Reddaði mér samt oft með búðarlit, til að spara. Það var allt í lagi svona inn á milli. Sko, ef þú vilt verða ljóshærð án þess að eiga möguleika á að verða sköllótt í leiðinni, er að fara á stofu og láta setja fullt af ljósum strípum. Svo nokkrum vikum seinna láta setja meira af strípum. Og þannig verðurðu ljóshærð.