Sæl og blessuð,

Núna í gærkvöldi lennti ég í afar skemmtilegu atviki.
Kvöldið byrjar ágætlega, enda búinn að vinna alla vikuna og vikuna þar áður hvern einasta dag og þetta er fyrsta helgin sem ég fæ frí, og er það ekki hlutur sem ég fæ oft að upplifa.
Ok legg mig til og dett í það í kvöld, (17.10.2008).
Er hjá félaga mínum og hver öllari klárast eftir annan, maður var orðinn alveg ágætlega léttur, (þó langt frá því að vera ofur ölvaður) en allavega ferðalaginu er heitið nðrí bæ.
Stígum við allir á Hverfisbarinn, ekkert vesen fyrir neina að komast inn, en bíddu jú. Ég lendi í einhverju þvílíku rugli.
Ungur strákur að nafni Ólafur stendur í dyragættinni og er dyravörður.
Örugglega alveg ágætur strákur en því miður þá gerir hann alveg afar slæm mistök í þetta sinn.
Hann rífur Debet kortið af mér, og spyr mig kennitölu, banka blablabla. Hef aldrei lennt í svona mörgum spurningum svo spyr hann um bankanúmer :S ég segi bara 26. (Já ég veit að það er höfuðbók, ég hef bara ekki grænan hvað bankanúmerið er, en er reyndar með það vistað á þessa tölvu.) En ok, fyrir þetta rífur hann kortið af mér og segir mér að koma með rétt skilríki. Hmmmmm, látum okkur sjá (kíkir í veskið sitt)
Hérna er ég með 2 Kredit Kort ásamt ökuskirteini og blóðgjafarkorti, ég sýni honum þetta allt en hefur hann engan áhuga að einu sinni líta við því.
Ég er ennþá rosa rólegur og vill fá að tala við einhvern sem ræður. Ok, bendir hann mér á náunga sem heitir Benni, (held ég). Ok ég tala við hann, að sjálfsögðu hefur hann engan áhuga eða neitt á þessu, hann mátti ekki einu sinni vera að því að horfa á mig.
En ok, ég hringi á lögguna þar sem ég sá fram á að þetta væri engan vegin að gera sig, en viti menn, það fer á nákvæmlega sama veg, þeir vildu ekki líta við þessu til að koma þarna niðreftir bara svo ég fengi Debet kortið mitt.
Svo fer þetta þannig að félagar mínir koma út, sem btw eru ekki allir orðnir tvítugir og tala við þessa náunga til að fara fram á það að ég væri réttur náungi og svo framvegis, en endar þetta gjörsamlega með því að ég gefst upp, fer heim og legg mig.

En núna vil ég spyrja ykkur kæru Hugarar.
Ég er nú ekki sjálfur nema tvítugur og vinn sem sölumaður í tölvuverslun. Ég lend oft í því þegar ég endugreiði fólk og spyr um bankanúmer til að leggja inná, þá hefur fólkið ekki grænan grun hvað númerið er. (Svo ég er ekkert special case að vita það ekki)

Er eitthvað sem ég get fengið útúr þessu? Er hægt að kæra svona, ég skil svosem að þetta gæti verið eitthvað sem margir fá oft uppá borð til sín, en ég er engin fáviti og er oft mjög rólegur (fylgir starfinu á því að vera sölumaður) og er mjög liðlegur að leysa hlutina mjög smooth. En þarna í gærkvöldi var áhuginn og viljinn nánast engin á því að fá þessu leyst.
Ég hefði verið sáttur bara ef ég hefði fengið kortið til baka svo ég gæti fengið mér eftilvill einn Hlölla áður en ég kæmi heim til þess að enda kvöldið, en ekki var möguleiki á því.

Ef þið væruð í minni stöðu honestly, hvað mynduð þið gera :)
Þetta er hlutur núna sem það nægir ekki fyrir mig einungis að fá kortið til baka, eitthvað vil ég fá úr þessu. (Lít btw alls ekki út fyrir að vera ungur, er 192 kominn með fullt af skeggi og er frekar breiður en er með mjög skrítið fornan, en það á ekki að breyta neinu :S)


Vil fá komment og svör takk :)Bætt við 18. október 2008 - 09:51
Skrítið “fornafn” átti það að vera :D