Ég hef aldrei skrifað grein hérna áður, en afhverju ekki að prófa.

Ég bý semsagt á Sauðárkrók og það er ný búin að vera keppni hérna sem var kölluð Tískustúlkan 2008, hugmynda smiður keppninar er Hulda Jónsdóttir.

Við vorum 10 sem tókum þátt og myndir voru birtar af einni okkar í hverri viku í blaðinu Feykir sem er gefið út hérna í Skagafirði. Við sem tókum þátt fengum mánaðar kort í ræktina,við fórum saman í rafting sem var bara geggjað. Síðan fórum við allar saman út að borða svona aðeins til þess að þjappa hópnum saman.
Keppnin sjálf gekk ekki útá það að dæma útlitið og fegurð heldur framkomuna, hvernig við komum fram og hvort við værum ánægðar með okkur sjálfar.
Tveimur vikum fyrir keppni voru haldnar gönguæfingar fyrir framan spegla, þá vorum við að dansa og fíflast, fyrst vorum við allar frekar feimnar við hvor aðra en það hætti fljótlega eftir öll fíflalætin í okkur.
Loks var dagurinn runnin upp, ég átti að mæta í förðun klukkan 12 og hárgreiðslu klukkan 13. Það var mikill spenningur í hópnum og smá stress. Þegar við vorum búnar í förðun og hárgreiðslu þá fórum við í íþróttahúsið, þar sem þetta var haldið og fórum að labba á sviðinu og æfa okkur, eftir smá æfingar var bara sest niður og fengið sér smá að borða.
Um kl 20 var fólk byrjað að tínast inn í salinn og farið að styttast verulega í að við ættum að koma fram, við vorum allar inn í einum búningsklefanum og sátum þar og spjölluðum svona til þess að minnka stressið .Erpur Eivinds var síðan kynnir.
Það var komið að þvi og við klæddum okkur í fyrsta outfittið og gerðum okkur klárar fyrir það að koma á svið. Shit… spenningurinn var orðinn svo mikill að við skulfum allar, síðan byrjaði tónlistin og við fórum uppá svið, þetta var ekkert mál. Við komum semsagt 9 sinnum fram, 3 sinnum í hverju outfitti. Eftir öll 9 skiptin vorum við hissa á því hvað þetta var gaman og vildum bara fara aftur og aftur á svið, við vorum sko fæddar í þetta.. hehe. En já þá var komið að dómnefndini að velja 1,2 og 3 sætið. Þau sem voru í dómnefnd voru Hulda, Haffi Haff, Sigfús Sigurðsson, Óli Geir og síðan Hebba frá Ríp sem er héðan úr Skagafirði og er sko algjör gella.

Siðan voru úrslitin kynnt og ég var mjög ánægð með þau þó svo að ég hefði ekkert unnið. Það sem var skemmtilegast við þessa keppni var það að fá að kynnast stelpunum og læra að koma fram, við þetta aukst sjálfstraustið hjá mér og ég gæti bara ekki verið sáttari.

Ég mæli með ef það er einhver svons keppni í gangi í kringum ykkur endilega takið þátt. Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, og mun aldrei sjá eftir þessu.

N4 sjónvarpsstöðin frá Akureyri var á staðnum og þið getið séð smá frá keppnini hérna :
http://n4.is/video/one/?id=400