Frábært reykingabann!!! Oki fólk hefur verið að koma með greinar gegn reykingabanninu en ég ætla að sýna fram á að það er að mínu mati fáránlegt að vera á móti banninu.
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa þetta allt, bendi ég á stutta samantekt neðst sem fer þó ekki yfir alla flokkana sem ég tala um ;)

Villt menga ekki náttúruna, en villtu menga lungu annara?

Þegar þú hendir rusli, sígarettum og öðrum úrgangi ertu að menga náttúruna. Þessvegna er það bannað og hinn almenni borgari sem kann mannasiði og ber virðingu fyrir náttúrunni, hendir ekki ruslu, sígarettum og öðrum úrgangi út í náttúruna! Að sama skapi er dónaskapur að blása eitursýrum út í loftið og framan í fólk sem hefur ekki kosið að reykja.

Starfsfólkið

Ég las áðan grein eftir manneskju sem var einmitt að svara enn annari grein varðandi starfsfólk á skemmtistöðum og þeirra heilsu og þessi manneskja vildi meina að starfsfólkið vissi alveg hvað það væri að fara út í þegar það réði sig á staðinn og það má alveg vera en það skiptir engu máli. Þá getum við bara sagt sem svo að bannið sé gott því hér eftir geti starfsfólk mætt til vinnu í hreinu lofti og þarf ekki að hafa áhyggjur af reyknum og hver sem er getur ráðið sig á staðinn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af sígarettureyknum sem er bara frábært.

Ef við tækjum það saman hversu mikill sígarettureykur færi í loftið á einum skemmtistað á einni viku eða einum mánuði myndum við ábyggilega verða mjög hissa því talan er ábyggilega há.

Ég er í meirihluta en get samt ekki komið inn

Nú ákveð ég t.d. að ganga inn á Mokka kaffi og fá mér kaffibolla. Tilli mér niður og byrja að súpa á bollanum en þá finn ég að það er allstaðar verið að reykja í kringum mig og mér finnst það mjög óþægilegt að fá sígarettureykinn ofan í mig en ég get ekki sagt neitt því það er leyfilegt að reykja þarna inni.
Nú vill það þannig til að ég fer t.d. ekki inn á Mokka kaffi lengur sem mér finnst mjög gott kaffihús vegna þess að það eru allir reykjandi þarna og mér finnst ótrúlega óþægilegt að fá reykinn ofan í mig og ekki get ég farið inn með gasgrímu.
Ég er í meirihluta einstaklinga sem reykir ekki og kýs að fá ekki sígarettureyk upp í mig en samt get ég ekki farið á uppáhalds kaffihúsið mitt vegna þess að að minnihlutahópur er að hugsa um eiginn unað!?!?!

Sjálfselska?

Ímynduð ykkur að veitingastaðir væru með svona kerfi í húsinu sem breiðir eitruðum reyk út um allt sem inniheldur meðal annars Blásýru, Tjöru, Kolsýrlingi, Ammoníaki, Metanól, Arseniki, Bensópýren o.fl. o.fl og þessu væri spreyjað jafnt og þétt yfir staðinn þannig að það væri svona álíka jafn mikið magn allstaðar og enginn fengi nú hreint loft.
Ég held að enginn eða fáir myndu fara inn á þannig stað vegna þess að þar er fólk bara að fá það slæma úr sígarettunni og fær ekkert út úr því að koma þarna inn nema slæma hluti í stað þess að vera bara í hreinu lofti.
Nú vill það þannig til að meðan að þið reykingarmenn fáið út úr því að soga ofan í lungun á ykkur reykinn og fáið nikótínið beint út í blóðið þurfum við hin að sitja í sama herbergi og þið og fá Blásýru, Tjöru, Kolsýrling, Ammoníak, Metanól, Arsenik, Bensópýren o.fl. o.fl ofan í okkur jafnvel þótt við kærum okkur ekkert um að anda að okkur þessu ógeði vegna þess að lítill hópur einstaklinga á staðnum fær eitthvað út úr reyknum! Sjáið þið ekki sjálfselskuna þar?

Hvað varð um lýðræði?

Nú vill þannig til að flestir eru á með reykingabanninu og hafa þá væntanlega hagsmuni sína og annara í huga. Þeir sem segjast vera á móti eru þá væntanlega að segja: ég vil ekki fá þennan sígarettureyk ofan í mig þegar ég er á skemmtistöðum og veitingahúsum og það eitt skiptir máli.

Ég get samt alveg skilið

Ég get alveg skilið fólk sem vill ekki banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum sem hafa sér horn fyrir reykingamenn þar sem reykurinn berst ekki til þeirra sem kjósa að vera reyklausir. Reykurinn á t.d. Ruby Tuesday skiptir mig engu máli því hann er bara í einhverju horni og nær ekkert til mín en þá kemur aftur upp spurning varðandi starfsfólkið og þeirra heilsu.

Í stuttu máli
Í stuttu máli þá er staðan bara þannig að flestir vilja ekki fá þennan reyk upp í sig og þessvegna á þetta bann rétt á sér. Reykingar eru óhollar og það hlítur að vera réttlátt að gefa fólki kost á að anda að sér eðlilegu lofti þegar það gengur inn á veitinga eða skemmtistað sem það kýs.
Það hlítur að vera almenn kurteisi að spúa ekki sígarettureyk út í lofið í rými sem er lokað og skapa þannig óbeinar reykingar fyrir fólk sem vill ekki reykja.

Ef þú kýst á annað borð að reykja þá verður þú bara að taka þeim afleiðingum sem því fylgir. Þú veist að þú ert að skaða sjálfan þig, náttúruna og aðra og bara það að þér sé leyft að reykja almennt er að mínu mati þakkarefni. Ef þú villt endilega reykja þá skalltu taka ábyrgð á þínum vanda og ekki þröngva þessu upp á aðra!

Spurningin er líka þessi:
Á ég að þurfa að líða fyrir það að þú ert að hugsa um eiginn unað?