Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Lögríða

í Tilveran fyrir 18 árum
Sumir virðast halda að þetta sé í lögum en það hefur aldrei neinn getað bent mér á þá lagagrein þar sem þetta stendur og það er ekki í almennum hegningalögum. Þessu hefur verið svarað á vísindavefnum og þar er ekkert minnst á þetta, sjá http://visindavefur.hi.is/?id=3683 Ég held því að þetta sé ekki í lögum.

Re: Er að leita mér að gemsa...

í Farsímar fyrir 18 árum
Farðu bara í símabúð og biddu þá að sýna þér.

Re: Lögríða

í Tilveran fyrir 18 árum
Það er búið að birta lögin á þessum korki hér líka og ég hef hvergi séð það. Kóperaðu endilega inn hérna þessa lagagrein þar sem þetta stendur.

Re: Lögríða

í Tilveran fyrir 18 árum
Enginn max aldur en hann má ekki vera yngri en 14.

Re: Lögríða

í Tilveran fyrir 18 árum
Það stendur kannski á hugi/kynlíf en það er ekki í almennum hegningarlögum.

Re: Mömmur henda alltaf öllu

í Tilveran fyrir 18 árum
Segðu henni þá bara að kaupa handa þér nýja sandala.

Re: Lögríða

í Tilveran fyrir 18 árum
“14. ára má ríða þeim sem eru 14,15,16 og 17 en þegar manneskjan er orðin 18 má hann/hún ekki ríða þeim sem eru undir þeim aldri.” Það er ekkert um það í lögum hvað hinn aðilinn á að vera gamall. 17 ára sem tælir 14 ára til ríðinga gæti verið dæmdur fyrir það rétt eins og 18 ára gæti verið dæmdur fyrir það nema það yrði ábyggilega frekar stuttur dómur og þarf að vera hægt að sanna að það hafi verið einhverjar tælingar í gangi. Fyrir nokkrum árum var fimmtugur kall kærður fyrir að hafa sofið...

Re: Lögríða

í Tilveran fyrir 18 árum
Ef hann misnotar stöðu sína að því leyti að hann er kennari hennar eða álíka, þá fellur það undir aðra lagagrein en ef hann er það ekki, þá verður að vera hægt að sanna það á hann að hann hafi tælt hana. Auðvitað geta foreldrar hennar reynt að kæra hann en það er ekki hægt að dæma hann fyrir neitt nema það sé hægt að sanna það. Ef stelpan segist sjálf hafa viljað þetta, þá er málið búið.

Re: Innflytjendamál í USA

í Deiglan fyrir 18 árum
Bandaríkin hafa ekki staðfest neitt eitt opinbert mál. Hins vegar hefur Kanada 2 opinber mál, ensku og frönsku.

Re: Dúkkur

í Börnin okkar fyrir 18 árum
Það er satt að það er verið að taka ímyndunaraflið af börnunum og þolinmæðina með þessu stanslausa áreiti. Þegar við bróðir minn vorum litlir, þá bjuggum við til heilu tindátaborgirnar úr skókössum en margir krakkar í dag hafa ekki tíma til að dunda sér neitt svona, það verður allt að vera keypt tilbúið og svo nenna þau varla að leika sér með það. Hins vegar hef ég trú á því að flestar þessar grenjudúkkur séu með battaríi sem er hægt að taka úr án þess að þær þurfi að grenja í 2 sólarhringa ;)

Re: Innflytjendamál í USA

í Deiglan fyrir 18 árum
Þetta hefur verið svona lengi. Fyrir ca. 20 árum var farið að gera þá kröfu að starfsfólk í opinberri þjónustu á Florida kynni spænsku og margir Bandaríkjamenn tóku þessu mjög illa. Hins vegar er þetta bara eðlileg þjónusta við innflytjendur sem er ekki hægt að ætlast til að læri fullkomna ensku fyrsta mánuðinn sem þeir dvelja í landinu. Það er alltaf spurning hvar línan liggur með hvað er eðlileg þjónusta og hvenær er farið að veita innflytjendum sérréttindi en að mínu mati, þá ætti enginn...

Re: Litað fólk á íslandi

í Tilveran fyrir 18 árum
Ef fólk hagar sér “öðruvísi” þá er mér alveg sama en um leið og það fer að brjóta lög, þá er það orðið vandamál. Það er fullt af Íslendingum sem brjóta lög og við verðum bara að eiga við þá því þeir eru okkar fólk. Við eigum hins vegar ekki að láta útlendinga ganga yfir okkur á skítugum skónum. Ef þeir vilja koma hingað, þá geta þeir virt okkar lög, annars gera þeir farið heim. Þetta er rétt eins og ef krakkinn þinn er óþekkur, þá agar þú hann en ef nágrannakrakkarnir eru í heimsókn hjá þér...

Re: Lögríða

í Tilveran fyrir 18 árum
Maður verður sakhæfur 15 ára þannig að það er tæknilega hægt að kæra 15 ára fyrir að vera með 13 ára en ekki líklegt að hann fengi neinn dóm fyrir það vegna ungs aldurs. Það var strákur dæmdur fyrir það fyrir nokkrum árum að hann var 16 með 12 ára stelpu og hann fékk eitthvað smá skilorð ef ég man rétt.

Re: Lögríða

í Tilveran fyrir 18 árum
Sko, það er ólöglegt fyrir kennara, íþróttaþjálfara og slíka að stunda kynlíf með nemendum sínum ef þeir eru undir 18 en fyrir utan það, sé ekki beitt hótunum, blekkingum, gjöfum eða þvingunum til að fá viðkomandi í rúmið, þá er ekkert bannað við það að fimmtugur kall sé með 14 ára stelpu ef hún vill það sjálf. Foreldrar hennar myndu líklega bregðast illa við og banna henni að hitta kallinn en þau myndu ekki geta kært hann fyrir neitt.

Re: Barnaperrar

í Tilveran fyrir 18 árum
Krakkar undir vissum aldri eru ekki álitnir hafa þroska til að taka ákvarðanir um kynlíf. Á Íslandi má ekki stunda kynlíf með þeim sem eru undir 14 ára sama hvor stakk uppá því. Í Bandaríkjunum er það 18 ára. Í sumum löndum má lögregla leiða fólk í gildru alla vega uppað vissu marki. Ég veit ekki hvort fjölmiðlar mega það en hvað ætli þessir menn geti svo sem gert í því? Kannski kæra og vekja enn meiri athygli á hvað þeir voru að gera þarna?

Re: Litað fólk á íslandi

í Tilveran fyrir 18 árum
Hvar segi ég að bara litað fólk geri þetta? Það er fullt af hvítu fólki líka og meira að segja innfæddum Íslendingum sem brýtur af sér og lifir á sósíalnum og nákvæmlega vegna þess að við höfum nóg af slíku liði nú þegar, þá er engin ástæða til að flytja það inn.

Re: Léleg mæting

í Skóli fyrir 18 árum
Þú verður bara að passa þig að festast ekki í letilífinu. Foreldrar mínir létu mig ekki komast upp með að hanga heima og gera ekki neitt. Þegar ég hætti í skóla, þá spörkuðu þau í rassinn á mér að fá mér vinnu og létu mig svo borga heim.

Re: Það er svindlað á okkur

í Stjórnmál fyrir 18 árum
Eftir síðustu breytingar á kerfinu er þetta jafnara en það var. Ef þú kíkir á http://www.kosning2003.is/web/TolulegarUpplysingar/Mannfj_kjordaemi getur þú séð atkvæðafjölda á bakvið hvert þingsæti. Í Norðvesturkjördæmi eru 2162 kjósendur á bakvið hvert sæti en í Suðvesturkjördæmi eru 4366 þannig að munurinn er tvöfaldur en ekki þrefaldur.

Re: Litað fólk á íslandi

í Tilveran fyrir 18 árum
Er þetta opinber stefna flokksins? Hingað til hefur enginn flokkur þorað að segja það berum orðum að stefna hans sé að koma í veg fyrir innflutning annarra en hvítra. Mér er alveg sama hvernig fólk er á litinn en finnst að við eigum að halda fast við þær reglur sem við höfum nú þegar varðandi innflytjendur, alls ekki að flytja inn fólk nema það sé vinna fyrir það, senda þá strax heim sem brjóta af sér eða ætla að leggjast uppá féló og ekki veita ríkisborgararétt nema þeim sem virkilega eiga...

Re: Gelding

í Kettir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég bý í Kanada og hér segja þeir 5-6 mánaða. Hins vegar hafa verið gerðar rannsóknir á því og virðist ekki skipta máli þó þeir séu geldir fyrr en ef það er beðið með það er hætta á að þeir fari að míga útum allt til að merkja svæði og þeir hætta því ekki endilega þó þeir séu geldir ef þeir eru byrjaðir á því áður.

Re: Hissa, eyðilagður, brotinn....?

í Rómantík fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þetta er mjög einfalt mál. Númer 1, bólfélaginn. Þú vilt ekkert með hana hafa þannig að það er búið mál. Númer 2, partýstelpan. Þú ert ekki hrifinn af henni lengur þó þú hafir verið það þannig að það er búið mál. Númer 3, vinkona þín. Þú ert hrifinn af henni en hún vill ekkert með þig hafa þannig að það er búið mál. Sem sagt, engin af þessum stelpum hentar þér en það eru fleiri stelpur til og þú þarft bara að horfa fram á veginn og reyna að næla þér í einhverja af þeim.

Re: Hvaða nammi sjáið þið mest eftir?

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég saknaði mest þegar var hætt að framleiða Svartagaldur. Ég veit ekki hvort einhver man eftir þessu en hann var svona eins og Pipp nema með lakkrískremi í staðinn fyrir piparmyntu. Fyrst var hann í svörtu bréfi með rúnum á og seinna var hann seldur undir nafninu Krunk í hvítu bréfi með bláum stöfum.

Re: Símanum mínum var stolið! :(

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þú græðir mjög lítið á að hirða síma sem þú finnur. Það er hægt að rekja hvar síminn er og það er hægt að rekja hann jafnvel þó þú skiptir um kort.

Re: Fermingar : "WTF?"

í Deiglan fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég fermdist ekki en eldri bróðir minn fermdist í kringum 1980. Það var veisla heima og ég man ekki hvað voru margir en þetta er frekar lítið hús, 100fm svo það hafa ábyggilega ekki rúmast mjög margir. Hann fékk armbandsúr frá mömmu og pabba og útvarpsvekjara frá einni ömmunni. Slatta af bókum og pennasettum og svoleiðis drasli, þar á meðal 2 orðabækur. Hann fékk einhvern smá pening en ekkert mikið. Einn frændi minn fermdist líklega 93 og hann fékk fjallahjól frá pabba sínum í fermingargjöf....

Re: Ferming hjá Mammon

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það eru heldur ekki endilega krakkarnir sem ákveða hvort þau fermast. Þau geta verið undir miklum þrýstingi foreldra og annarra ættingja. Stórar fermingarveislur eru orðnar hefð í mörgum fjölskyldum og margir foreldrar líta á það sem stöðutákn að sýna öllum að þeir geti haft stóra veislu og hvað þeir geti gefið krakkanum sínum flottar gjafir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok