Þetta er fyrsta alvöru greinin sem ég skrifa á Huga. Ég vona að einhver muni lesa hana:D En já, þannig eru málin að ég varð ástfanginn.

Þetta kom svo á óvart að ég veit ekkert hvað ég á að gera, hvað ég get gert, hvernig ég geri það.
Sko, ég átti bólfélaga og það gekk alveg mjög vel. Svo hitti ég stelpu í partý sem ég hafði reyndar hitt áður og kysst hana í öðru partýi. Við dönsuðum og kysstumst og allt var dásamlegt:D Ég byrjaði að senda henni sms, sem hún reyndar svaraði lítið:P en mér var svo sem sama, sms eru bara sms. Hún bauð mér í partý sem hún var að halda. Já mér finnst það soldið skrítið og ég þorði ekki að fara einn í partýið. Ég plataði vin minn til að koma með, en svo við dyrnar á húsinu þá beilaði hann. Ég var sem sagt að fara einn í partý til stelpu sem ég þekki ekkert og ég þekkti engann í þessu partýi. Mig langar að kalla það hugrekki að ég þorði inn. Hún tók vel á móti mér og við dönsuðum og kysstumst og hún kynnti mig fyrir mörgum. Ég var farinn að halda að ég ætti kannski einhverja framtíð með þessari stelpu, samband að minnsta kosti.

jájá það endaði alveg vel, þetta partý. Svo byrjaði páskafríið og ég fór í ferð með vinum mínum úr bænum. Það sem ég hugsaði áður en ég fór ég ferðina var að hætta með bólfélaga og byrja svo að alvöru að spá í þessari stelpu, hún virtist nú vera allt sem ég vildi, ég var farinn að verða mjög hrifinn af henni. Ég hugsaði bara “skemmtu þér bara í þessari ferð, allt er fullkomið!”. Svo í ferðinni gerðist það ótrúlega.

Ég sá aðra hlið á vinkonu minni sem kom með í ferðina og getiði hvað. Ég féll fyrir henni!!!! ég er svo mikill vitleysingur. Ég hlýt að vera heimskasti maður í heimi. En já, ég sá bara að hún er það sem ég vil. Hún er falleg, hún er skemmtileg, hún hefur frábæran persónuleika, hún þorir að gera það sem hún vill, hún þorir að vera hún sjálf alltaf. Ég vissi samt að ég var glataður, því að hún var nú besta vinkona mín, og það sem verra var að hún hafði verið í sambandi með öðrum besta vini mínum, og það lengi. Þau höfðu hins vegar hætt saman fyrir nokkru. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera í þessu máli, þannig ég talaði við vini mína um þetta. Vinir mínir voru ekkert hissa á mér, fannst það mjög eðlilegt að falla fyrir henni.

Ég ákvað að láta hana ekki vita af mínum tilfinningum fyrr en ég væri búinn að greiða úr mínum stelpumálum og hugsanlega að hún væri búin að gleyma sínum fyrrverandi. Ég hugsa ekki alltaf skýrt sko. Ég var svo hjá henni um daginn og hún sagði mér að hún væri kannski hrifin af stráki sem er kunningi okkar. Ég missti mig alveg. Hún sá að mér leið alls ekki vel um þetta. Ég var alveg að fara að springa. Ég sagði henni hvernig mér leið og sá um leið svipinn á henni breytast. Henni fannst þetta ekkert sniðugt.

Hún horfði bara á mig alveg “HA?!?!!!” svo bullaði hún eitthvað. Svo var ég nógu vitlaus til að reyna að kyssa hana! hún sagði bara nei, og allt varð mjög vandræðalegt og ég fór heim. Strax og ég kom heim gat ég ekki hamið mig. Ég grét og grét. Ég var líka reiður. Verð sjaldan svona reiður og mér hefur aldrei liðið svona áður. Aldrei haft svona sterkar tilfinningar til stelpu áður.

Ég hélt að allir mundu hata mig. Ef vinkona mín mundi vilja mig, mundi fyrrverandi kærasti hennar/besti vinur minn hata mig, og kannski hana. Ég hélt líka að allir mundu þykja ég vera ömurlegur gaur og hata mig fyrir að koma fyrir svona stórri sprungu í vinahópinn. Ég ræð samt ekki við þessar tilfinningar. Ég veit ekkert hvað ég á að gera.

Svo núna er vinkona mín aftur byrjuð með vini mínum. Hún sagði mér samt að það væri ekkert alvarlegt að gerast milli þeirra. Hvað er hún þá að gera??? drepa mig?
Ég er bara heppinn að eiga góða vini, annars væri ég kannski ekki hérna til að skrifa þessa grein, sem ég vona að þið komist í gegnum:)

Hvað get ég gert?
Ég er ekkert hrifinn af þessari stelpu sem ég hitti í partýinu, þótt að ég var það. Ég vil ekkert með þennan bólfélaga hafa. Stelpan sem ég elska vill ekkert með mig hafa…held ég.

Hvað á ég að gera? á ég að bíða og sjá hvort ég eigi séns seinna? á ég að reyna eins og ég get að eignast hana? á ég að gleyma henni? á ég að láta eins og ekkert hafi gerst og láta vaða með partýstelpunni?

vona að þið hafið komist í gegnum þetta:) Þetta er soldið mikið í einu, en ímyndið ykkur að vera ég! ég þarf að glíma við þetta. Mér finnst bara gott að segja einhverjum þetta. Ég vona svo innilega að fá svör við þessu, hér eða annarstaðar frá.
Takk fyrir lesninginn.