Já , fermingar !
Hvað er í gangi þessa dagana. Það má vera að við íslendingar eigum mikin pening en fjandinn við eigum ekki það mikinn pening að við getum skeint okkur með honum.
Fermingar til dæmis eru komnar út í öfgar.
Dæmi um slíkt eru að börn séu með skemmtiatriði í fermingunni sem er borgað fyrir (afhverju?).
Ég lét nægja að spila sjálfur fyrir gestina.
Svo er svaka móðins nú til dags að hafa áritaðar servéttur , árituð kerti og allan fjandan.
Blóm í mörgum litum , blá / fjólublá (en þau eru sérstaklega lituð) og endalaust af einhverju tilgangslausu rusli.
Í dag frétti ég af því að á boðskorti í fermingaveislu stóð “Gjafir sem kosta minna en 5.000 krónur eru vinsamlegast afþakkaðar”.
Þegar ég fermdi mig árið 2002 lét ég nægja að spila sjálfur fyrir gestina , (lét að vísu mömmu baka kökunar;)) og ég sá um að hringja í gestina og bjóða þeim , sömuleiðis hringja eftir ferminguna og þakka fyrir gjafirnar (þeim sem komu ekki í ferminguna).

Jæja , kæru hugarar. Það sem ég vil spyrja , eru fermingar komnar út í öfgar nú til dags og hvernig var fermingin þín ?
Semper fidelis