Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

kokos
kokos Notandi frá fornöld 120 stig

Re: Gunnar Gunnarsson

í Bækur fyrir 22 árum
Málið er kannski líka að bæði Gunnar og Halldór sækja í íslenska arfleifð, og kannski var bara pláss fyrir annan þeirra á vinsældartoppnum? Íslendingar hafa nú oft verið hrifnir af upphefð sem kemur að utan, þannig já, það er líklegt að nóbelsverðlaunin hafi haft mikið að segja um það að Halldór hefur næstum verið tekinn í guðatölu, og þar með skyggt á aðra rithöfunda sinnar kynslóðar (en samt ekki alla því Halldór virðist td ekki skyggja neitt sérstaklega á Þórberg, en það er kannski vegna...

Re: Gunnar Gunnarsson

í Bækur fyrir 22 árum
Jamm auðvelt að ruglast á þessu titlum ;) Sammála því að Vikivaki er mikið betri en Aðventa, miklu magnaðra verk, göldróttara… Aðventa er samt mun einfaldari og kannski stílhreinni finnst mér, heillaði mig samt ekkert verð ég að segja.. Og já, þjóðsögur eru skemmtilegar ;)

Re: Edda Heiðrún Bachman á Akureyri!

í Dulspeki fyrir 22 árum
hehe..;) Þú ert myndlistarnemi er það ekki? veistu hver maður Eddu Heiðrúnar er? …Jón Axel Björnsson myndlisamaður ;) Þannig haha..ha kannski hefur þessi draumur e-ð listrænt gildi? Tveir listamenn laðast að þér.. en hmm þú reynir að ýta þeim frá þér.. hefurðu kannski verið að fá einhverjar hugmyndir af listaverkum sem þér hafa þótt of perralegar, og sleppt því að mála þau? well, bara gisk ;)

Re: Útópía

í Heimspeki fyrir 22 árum
Ég er ósammála þér um að það sé um e-n skort á ímyndunarafli að ræða, við getum eflaust alveg upphugsað okkur heim sem góður á alla kanta þar sem hörmungar og erfiðleikar fyrirfinnast ekki, ég held bara að málið sé að við þróuðumst með tilliti til erfiðleika og hörmunga. Við höfum hæfileka og eða vilja til að yirstíga þá, og ef við lifum svo þægilegu og góðu lífi að við getum ekki notað þess hæfileika, þá förum við kannski að sækja í tilbúnar hörmungar td í sjónvarpinu. Og nei við njótum...

Re: Útópía

í Heimspeki fyrir 22 árum
Jájá ástarsögur geta verið jafn skemmtilegar og hrollvekjur EN ástarsögur sem fjalla bara um ást og fegurð, allir voða góðir og næs, eru sjaldnast spennandi ..líklega myndu margir kalla slíkt “ómekilega væmna vellu” (það er þörf á vöndu köllunum þar líka ;))..Því hvernig ástarsögur eru mest metnar og hverjar eru helst minnisstæðar? Eru það ekki einmitt þær sem innihalda e-r hörmungar einsog sorgleg endalok? Rómeo og Júlía drepa sig og Anna Karenína hoppar fyrir lest ..en hver man eftir e-m...

Re: Gunnar Gunnarsson

í Bækur fyrir 22 árum
Þetta með það hvers vegna Gunnar hefur ekki verið “vegsamaður” meira, ef ég má þannig að orði komast, gæti það ekki haft e-ð með það að gera að hann frumsamdi flest ef ekki öll sín verk á dönsku? Þetta var nú á tíma íslenskrar þjóðerniskendar og kannski hefur þetta verið séð þannig að hann hafi verið að “taka dönskuna fram yfir íslenskuna”, allavega held ég að þetta atriði spili inní hvað vinsældarleysi hans varðar. Auk þess hafa þessi nasistatengsl hans, þótt þau hafi kannski verið lítil,...

Re: Gunnar Gunnarsson

í Bækur fyrir 22 árum
Er þetta ekki Vikivaki frekar en aðventa sem þú er að lýsa? Allavega góð bók það…;) Var ekki aðventa “góðashirðissagan” ..um gamlan mann fer í kindaleit ásamt hundi sínum og hrút?

Re: vantar...?

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Það er bara “yfirflokkurinn” Tónlist, þar ætturðu að geta talað um allavega tónlist býst ég við..:) Svo nottla undirflokkarnir: Rokk, Hip hop, Raftónlist, Metall, Midi - MP3, Hljóðfæri, Púlsinn Tónlistin er þónokkuð betur stæð en myndlistin hér á huga sko..

Re: Allir velkomnir :D

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Hehe það getur vel verið að ég skreppi til Akureyrar í sumar, á fullt af ættingjum þar ;) …hvað stendur þessi sýning lengi? En fyrir utan nemendasýninguna, hvað er svona helst á döfinni í myndlistinni á Akureyri? Verða einhverjir flottir með sýningu þarna í sumar, veistu það?

Re: Um Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 22 árum
Hvenær sagði ég eitthvað um hvort einhverjir lærisveinar væru sjómenn eður ei? Þú sagðir:“Nú Jesús sagði ”þið eruð ljós heimsins“ og var að ræða um sína lærisveina. Þeir voru allir af ættkvísl Benjamíns, þ.e. þeir voru fiskimenn þ.e. þetta voru Íslendingar.” Ég get ekki betur séð en þú sért ekki bara að halda því fram að lærisveinarnir hafi verið sjómenn heldur líka ÍSLENSKIR sjómenn. Svo segirðu: “Eða vita menn ekki að Íslendingar greftruðu öðruvísi en Normenn? Átu og borða skyr…. Sjáið...

Re: KK-málverk ;)

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Flott hjá þér ;)

Re: hommalegt að teikna/mála regnboga???

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
ÖÖÖ.. nei mér finnst ekkert hommalegt að mála regnboga sko.. Getur kannski samt virkað þannig ef þú málar t.d. mjög kvenlegan karlmann við regnboga, regnboginn er jú samkynhneigðartákn ;) E ég meina hverjum er ekki sama? Allavega ekki vera að léta e-ð svona trufla þig, ef þig langar að mála regnboga ..málaðu þá bara regnboga ;)

Re: teiknað í rútunni

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Teiknarðu í rútu? Frábært, en var það ekki erfitt.. ég meina rútan á ferð og solleis… Annars flott hjá þér að nota tíman ;)

Re: Allir velkomnir :D

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Til hamingju ;) Það væri gaman að kíkja, verst hvað Akureyri er langt í burtu :/

Re: Efasemda pésar!

í Dulspeki fyrir 22 árum
Hvað áttu við með “efasemdapésar”? Ég verð nú að segja að ég tel það nú venjulega fólki til tekna ef það efast aðeins og gleypir ekki allt hrátt ;) Ég hef nú reyndar ekki fylgst neitt sérstaklega vel með á þessu áhugamáli, en miðað við þau svör sem ég hef séð frá brezhnev, finnst mér hann nú langt í frá einhver “efasemdapési”, þvert á móti virðist hann frekar fullviss (efast s.s. ekki) í þeirri trú að dulspeki sé geðveiki eða bull eða eitthvað álíka….:) Erkiefasemdapésinn (efast þó um það) Kókos

Re: Um Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 22 árum
Hehe :) ok, ég er komin á þá skoðun að þú sért eitthvað grín ;) Varla geturðu verið að halda því fram í alvöru að lærisveinar Jesú hafi verið íslenskir sjómenn? Eða að biblían segi e-ð um skyrát íslendinga? Jæja, þú um það :)

Re: Hvað er heimspeki????

í Heimspeki fyrir 22 árum
Hehe popcorn, þetta er nú soldið rétt hjá þér ;) þetta komment mitt á glósurnar hennar hokeypokey var ansi óréttlátt. Ég held (hélt það ekki heldur þegar ég skrifaði þetta) nefnilega ekki að kennarinn hennar hafi ætlast til að einhver þessara setninga væri einhver fullkomin skilgreining á heimspeki! Heldur það sem heimspeki gæti TIL DÆMIS verið en ekki ÖLL heimspeki ÞYRFTI að vera. Eða eins og þú segir:“Heimspeki fjallar um lífið og tilveruna, ekki öll, en hún gerir það samt.” Já einmitt...

Re: Um Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 22 árum
Þú segir: “Hins vegar hafa lífverur þróast í gegnum tíðina.” Svo segirðu: “Guð skapaði manninn hann þróaðist ekki” Má skilja þetta sem svo að bara sumar lífverur hafi þróast, ekki maðurinn? Hvaða lífverur þá? “Ray- kjavík er einungis hugmynd fræðimanna það er borg geislar sólar” Hvaða fræðimanna? Ég held nú að þessi hugmynd sé frá þessum Rutherford komin, og mig minnir að þetta hafi með þennan pýramyndageisla (eða hvað hann kallast) að gera, ekki sólargeisla. Og þó svo að þetta sé...

Re: Um Dulspeki og fleira

í Dulspeki fyrir 22 árum
Eins og þú hlýtur að gera þér ljóst getur verið nokkuð erfitt og tímafrekt fyrir fólk að verða sér út um þetta blað, þannig þú ættir allavega að geta reynt að segja frá þessum sönnunum. Ætti ekki að vera mjög erfitt fyrir þig þar sem þú hefur blaðið/blöðin fyrir framan þig. En hvaða sannanir er annars um að ræða þarna? Sannanir fyrir heimsenda? Grimmd Gyðinga? Ray-kjavík? Afsönnun á þrónuarkenningunni? Kirkju Jesú á Bretlandi? Hver er þessi Nikolaus Hazikostas? Ertu viss um að þú skrifir...

Re: Enn og aftur-hvað er list????

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Stafsetningaráhugamál? hehe ég held að ég myndi aldrei þora að segja orð þar inni ;)nema kannski ef ég væri í vondu skapi og langaði ergja e-n ;) Gott hjá þér annars að reyna að beina umræðunni i í réttan farveg. Þó ég verði nú að segja að þetta komment mitt á glósurnar hennar hokeypokey var nú ekki alveg sanngjarnt, ég held ekki að kennarinn hennar hafi ætlast til að e-r þessara skilgreininga væri fullkomin skilgreinig á list, heldur það sem list gæti TIL DÆMIS verið, en ekki hvað hún ÞARF...

Re: Hvað er heimspeki????

í Heimspeki fyrir 22 árum
Sorry hokeypokey ég ætla að halda áfram að röfla yfir glósunum þínum ;) Þú mátt alveg segja mér að halda kjafti sko :) Er þetta annars sami kennari og var að skilgreina hvað list gæti verið? “* tilraun til að nálgast sannleikann” hmm já kannski en fer það ekki eftir leiðunum? “* skynsemi” -Er það þá heimspeki að versla í bónus? “* hugmyndir um lífið og tilveruna” -Ekki fjallar öll heimspeki um lífið og tilveruna, fjallar listheimspeki um lífið og tilveruna? (hmm kannski óbeint?) En heimski...

Re: Enn og aftur-hvað er list????

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Ok, best að hætt að tuða um stafsetningu og kommenta á greinina ;) Ég er voða lítið sammála kennara þínum..;) en taktu því ekki alvarlega ég held að að ég sé bara með einhverja mótmælaáráttu ;) “* Sérhvað sem veldur fagurfræðilegri reynslu (of víð skilgreining sagði kennarinn um þetta)” -já þetta er of víð skilgeining sammála því, því þá gæti td fallegt landslag verið list, en mér finnst þetta líka of takmörkuð skilgreinig, þar sem ekki öll list er fagurfræðileg t.d. konseptlist. “* tjáning...

Re: Enn og aftur-hvað er list????

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Jamm eflaust hefurðu margt til þíns máls ;) En ég var nú bara að kommenta á þessa fullyrðingu: “Það er ekki list að setja fjögur spurningamerki í fyrirsögn” List er nefninlega ekki virðing fyrir reglum (þó hún þurfi ekki endilega að vera óvirðing fyrir þeim heldur :)) En já, það er eflaust rétt hjá þér hokeypokey skrifaði greinina varla með það í hug að hún væri listaverk, en þá skiftir það varla heldur neinu máli hvort fjögur spurningamerki í fyrirsögn teljist list eður ei ;) Annars get ég...

Re: Enn og aftur-hvað er list????

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Jú mér finnst einmitt mikil entertakkanotkun merki um listræna tilburði ;)

Re: Enn og aftur-hvað er list????

í Bókmenntir og listir fyrir 22 árum
Af hverju segirðu það? Því kemur fjöldi spurningamerkja í fyrirsögn í veg fyrir að fyrirsögnin teljist list? Heldurðu að það að fara eftir réttritunarreglum, sé forsenda þess að e-ð teljist list? hehe ég held að Laxness aðdáendur væru ekki sammála því ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok