Ég fékk þessa spurningu upp í hugann minn þegar ég var að skipta um stöðvar í sjónvarpinu og kom akkúrat að Titanic bíómyndinni þegar þau voru utan á skipinu alveg að fara lóðrétt niður í sjóinn. Mamma sagði:“þetta hefur verið HRÆÐILEGT SLYS!” og ég sagði:“Já, hvernig væri að vera ein af þeim sem lenda í svona ógleymanlegu og sögulegu slysi. Hér er spurningin:”Ef engin slys væru og allir voða góðir við hvor aðra í heiminum, þá væri heimurinn fullkominn og ef hann væri án allra mistaka og klaufaskapar, væri þá einhver heimur? Væri nokkuð gaman að lifa ef allt hefði verið fullkomið og engin spennandi saga á bak við neitt sem gerðist í gamla daga? Þá væri eitthvað mikið að og ekkert að gerast í lífinu nema allir brosandi ofl. engin vandamál til að díla við og þá þyrftu ekki að vera til læknar í heiminum því allir væru jafnríkir og ekki væru til sjúkdómar…þá væri offjölgun í heiminum. Þetta gengi aldrei upp eða hvað???