Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

knusolina
knusolina Notandi frá fornöld 38 ára kvenmaður
50 stig
það er ömurlegt að vera peningalaus!

Re: congo African grey

í Fuglar fyrir 18 árum, 3 mánuðum
African Grey eru stærri en Haukpáfar svo ég myndi ekki fá mér svona búr fyrir slíkan fugl

Re: Ástagaukur með vandræði !

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þá myndi ég mæla með að þú bæðir einhvern vanan um að vængstífa hann fyrir þig á meðan þið eruð enn að kynnast og þú að reyna að þjálfa fuglinn svona í byrjun ;)

Re: Ástagaukur með vandræði !

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Leyfðu honum bara að bíta þig, sýndu honum að hann ráði ekkert yfir þér. Þú réttir honum puttann til að fara á hann. Ef þú tekur puttann til baka um leið og hann bítur þá ertu að gefa honum þau skilaboð að hann ráði yfir þér, þarna sé hann kominn með gott ráð til að ráða yfir þér ;) Mundu að ástargaukar eru mjög ákveðnir fuglar og það þarf mjög mikla þolinmæði með að þjálfa þá, og þá sérstaklega ef þeir eru ekki handmataðir ;) Er þinn handmataður eða?

Re: DV og páfakaukurinn

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já… hann er greinilega með mun betri smekk! :D

Re: Garinn minn er mjog undarlegur

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það fer náttúrulega bara eftir því hvað sé að fuglinum hvort hann þurfi einhver lyf eða ekki. Búinn að fara til doksa?

Re: Garinn minn er mjog undarlegur

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
spurning hvort fuglinn sé kominn með þunglyndi vegna dauðsfall hins gárans. Borðar hann alveg og drekkur? Mæli með að þú fylgist vel með honum og hafir samband við dýralækni sem allra fyrst, ég mæli með þeim í Garðabænum, síminn þar er: 565 8311

Re: nefmaur

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Getur séð umræðu um nefmaur og myndir af fuglum með slíkan á þessari slóð: http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=23412&highlight=nefmaur

Re: Flottur páfagaukur...

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Sýnist þetta vera Crimson Rosella Nánar um hann á þessari slóð: http://www.tjorvar.is/html/crimson_rosella.html

Re: Varðandi könnunina

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
ertu til í að benda mér á þessar vefsíður? Saltið í venjulegi örbylgjupoppi er alltof mikið fyrir svona litla líkama :S

Re: Varðandi könnunina

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
finnst svo skrítið að fólk sé að gefa fuglunum sínum þetta :S Er það kannski ekkert að spá í það hvort fuglinn geti unnið úr þessu? (þeas líkami þeirra) úff… fuglarnir mínir fá aldrei eitthvað sem ég er ekki 100% viss með hvort þeir megi fá eða ekki

Re: Varðandi könnunina

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það er stundum til í einhverjum gæludýrabúðum sérstakt fuglapopp, sem er algjörlega saltlaust… hef nú ekki prufað það handa mínum þarsem það hefur ekki verið til þegar ég hef ætlað að kaupa það

Re: Bestu jól ever:)

í Rómantík fyrir 18 árum, 4 mánuðum
æi vá! Til hamingju með það :D Bróðir minn bað einmitt sinnar konu á aðfangadag fyrir nokkrum árum, í dag eru þau svo hamingjusöm. Búa saman í Danmörku og eru að breyta húsinu sínu og bara allt frábært þar á bæ :D Megið þið eiga yndislega og frábæra framtíð saman :D

Re: kk eða kvk?

í Fuglar fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nokkrir sem ég hef talað við í sambandi við kringlótt búr vilja meina að ef fugl sé í kringlóttu búri þá finni hann ekki nægt öryggi inni í því vegna þess að það eru engin horn til að fara í. Hinsvegar hef ég hitt gára sem hafa alla sína tíð verið í kringlóttum búrum og ekki virkað neitt öðruvísi heldur en aðrir gárar, en við vitum náttúrulega ekki hvað þeim finnst ;) Persónulega myndi ég ekki vilja kringlótt búr, en það er auðvitað bara persónubundið ;) Ég mæli með því að þú spjallir við...

Re: Kostar?

í Fuglar fyrir 18 árum, 5 mánuðum
handmataður gári 6.200-6.900 kr. í Furðufuglum og Fylgifiskum (www.tjorvar.is) Þú sjálfur verður að vinna svo í því að fuglinn vilji vera hjá fólki, auk þess sem það er persónubundið hjá fuglinum hvort hann sé svakalega hávær eða ekki, auk þess sem þú verður að hugsa vel um hann svo hann þurfi ekki að kvarta yfir þér (s.s. vera með mikinn hávaða)

Re: hræddur

í Fuglar fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég mæli með því að þú kíkir með hana til dýralæknis, hún er greinilega alltof horuð ef beinin standa út! Hringdu að minnsta kosti í doksa og lýstu þessu og sjáðu hvað hann segi

Re: Fuglar og nöfn

í Fuglar fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Conure-inn minn skilur hvað er nafnið sitt og hvað er ekki nafnið sitt, hef meira að segja gert smá test á honum ;) Er ekki viss með hinn fuglinn, sem er Senegali en ég held samt að hún fatti alveg að nafnið tengist sér eitthvað.. held bara að hún hafi ekki verið kölluð nafninu sínu nógu oft til að hún nái að tengja en skilji samt að það tengist sér eitthvað ;)

Re: Fuglaflenskan

í Fuglar fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það var verið að spá því einhversstaðar að hún kæmi með vorinu ;)

Re: Samræmd Stúdentspróf

í Deiglan fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Víst eru samræmd próf um jólin. Ég var til dæmis í íslenskuprófinu í gæ

Re: Trix!

í Fuglar fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Því yngri sem fuglinn er því betra er að kenna honum

Re: Trix!

í Fuglar fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það er hægt að kenna öllum fuglum trix, það kostar þolinmæði og tíma ;) Þú þarft að hafa fullt traust hjá fuglinum til að byrja með ;)

Re: Jólin, jólin...

í Hátíðir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Skil þig, var einu sinni á heimavist sjálf :D Maður fékk alveg hrikalegt jólaskap þegar maður komst loksins heim til að vera með í jólaundirbúningnum, bara æðislegt :D

Re: Deyja út.. ?

í Fuglar fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það er nú ennþá smávegis eftir svo það er aldrei að vita ;)

Re: hva?

í Fuglar fyrir 18 árum, 6 mánuðum
ertu viss um að hann sé ekki bara að geispa?

Re: óhandfóðraðir

í Fuglar fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég myndi mæla með því að þú leyfir dísunni ekki að fara á öxlina ;) En fuglarnir líta á öxlina sem nokkurnskonar griðarstað, s.s. ef hann fær að vera á öxlinni lítur hann stórt á sig. Hafðu öxlina sem verðalaun, t.d. ef hann gerir eitthvað rétt þá fær hann að vera á öxlinni í smástund ;)

Re: óhandfóðraðir

í Fuglar fyrir 18 árum, 6 mánuðum
fuglar verða ekki gæfari við það að vera vængnsnyrtir, en það hjálpar þér í þjálfuninni að hann geti ekki flogið í burtu frá þér ;) Það er alfarið eftir þér komið hvort fuglinn verði gæfur eða ekki ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok