Samræmd Stúdentspróf Samræmd stúdentspróf hafa verið mikið í deiglunni undanfarna daga, og fannst mér tilvalið að skrifa aðeins um þau. Til að kynna ykkur málið sem ekki vita hvað þetta er þá eru þetta þrjú próf, íslenska, enska og stærðfræði. Til að útskrifast úr framhaldsskóla þarf að taka tvö þeirra, og er meiningin að nemandi taki þau eftir að hann/hún klárar fimmta (503) áfangann í þeirri grein.

Tilgangur

Í reglugerð um framkvæmd og tilgang samrænna stúdentsprófa segir:

Tilgangur samræmdra stúdentsprófa er m.a. að:

a. veita nemendum og viðkomandi skóla upplýsingar um námsárangur nemenda og námsstöðu í þeim námsgreinum þar sem haldin eru samræmd stúdentspróf.

b. veita viðtökuskólum upplýsingar um námsstöðu einstakra nemenda og vera viðmið fyrir inntöku í einstakar deildir á háskólastigi.

c. veita fræðsluyfirvöldum upplýsingar um námsárangur, m.a. eftir framhaldsskólum og hvort markmiðum aðalnámskrár hafi verið náð.

(tekið af http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/0/F374E40C87B67A5700256CEE00541FA1?OpenDocument)

Í stuttu máli er tilgangurinn að nemandinn, skólinn, samfélagið, ríkisstjórnin og skólinn sem þú sækir um sjái hvernig þér og þínum skóla gengur.

Kostir

Kostir prófanna eru að menntamálaráðuneytið fær að vita hvort skólarnir séu að standa skil af menntum skv. aðalnámskrá framhaldskólanna, og í hverju þurfi að bæta kennslu. Skólarnir fá að vita hvernig þeirra nemendum gengur og geta þar af leiðandi bætt sig til betrunar og Háskólarnir geta séð hvernig einum nema gekk miðað við staðlað próf.

Ókostir

Að mínu mati er lítill sem enginn tilgangur í þessum prófum útaf frekar mörgum hlutum. Fyrst og fremst finnst mér, og mörgum öðrum, próf ekki mælikvarði á getu nemans. Af hverju ekki? Lesblinda, prófkvíði og aðrir þættir koma þar inní. Sumir eru lengi að lesa, og aðrir geta ekki útskýrt nógu vel á rituðu máli, en samt geta þeir verið mörgum sinnum betri en aðrir í ákveðnu fagi.

Fyrir utan það eru samræmdu stúdentsprófin ekki í takt við það sem gengur og gerist. Ég kíkti á enskuprófið frá því um vorið, og þetta er fáránlegt. Ég er í ENS303 (maður á að vera búinn með 503 þegar maður tekur prófið) og ég gat svarað flestu án þess að hugsa mig um, og án nokkurs undirbúnings. Kannski er það bara ég, en ég stórefast um það.
Það sem uppáhalds menntamálaráðherra okkar allra, sem hefur tekið fleiri skemmtilegar ákvarðanir á borð við það að loka listdansskólanum og vill nú stytta menntaskólaárin, vill með þessum prófum er að skólarnir verði samræmdir. Af hverju? Af hverju má það ekki vera þannig að stúdentspróf í Náttúrufræðibraut í MR sé talið vera erfiðara en frá mörgum öðrum stöðum? Af hverju þarf allt að vera eins? Er ekki sanngjarnt að einhver með lögfræðigráðu frá Harvard sé talinn hafa betri menntun en einhver úr ódýrum ríkisreknum skóla?

Prófin eru þrír tímar, og þau eru einmitt á sama tíma og annarpróf. Það er en eitt dæmi um fáránleika. Sumir reyna að kenna skólunum um það, en það er útí hött, þar sem að annarpróf hafa verið á sama tíma í ég-veit-ekki-hve langan tíma, þannig að færa þau vegna einhverra nýtilkominn samræmdra stúdentsprófa er ekki góð hugmynd. Og persónulega myndi ég frekar gera eitthvað uppbyggjandi og sniðugt eins og reyna að ná High-scorinu í Bubbles heldur en að hanga í tilgangslausu prófi í allt að þrjá tíma.

Nú hefur mikið borið á því að unglingar séu að skila inn auðu, og það styð af heilum hug. Það leiðir af sér að útkoman verður brengluð, og gefur alls ekki góða mynd af því hvernig skólarnir standa sig.

Og til að toppa allt tilgangsleysi, þá tekur Háskólinn ekki mark á þessu sulli. Íslenskir háskólar líta ekki á þetta, og útlenskir, þeir líta ekki á stúdentsprófið heldur, þannig ég efast að samræmda prófið breyti einhverju um það.

Ég spyr, af hverju að hanga í einhverri skólastofu, að gera próf sem hefur engan tilgang annan en þann að eyða tíma fólks og gera alla skólana eins námslega séð?

Skilum inn auðu og losum okkur við þetta prump.