Ég var að fá mér páfagauk í fyrsta skipti á ævinni og játa alveg fúslega fáfræði mína í fugla ali.

En þar sem mér hefur gengi hingað til vel með önnur dýr t.d. hunda, hesta and so on. Þá hlýt ég að geta látið þetta heppnast.

Vandamálið lýsir sér eiginlega í því að hann er svo styggur. Hann vill helst ekki fara úr búrinnu sínu. Alveg sama hvað ég er með það opið lengi. Þegar ég reyni að taka hann ( blýðlega ) Rétti framm höndinna og tegji mig eftir honum. Vill hann helst bíta mig. Ég segji þá alltaf ákveðið skammar orð (eins og maður gerir með hunda ) En það virðist ekki sína mikinn árangur. Þá prufaði ég að fara í vetlinga og leyfa honum bara að bíta mig. Það virtist heldur ekki virka. Hann hélt alltaf áfram að bíta og þá meina ég ekkert laust.

Einu skiptinn sem hann virðist vera “rólegur” ef það má kalla það það. Er þegar mikið myrkur er t.d. bara kveikt á sjónvarpi eða lampa. Þá er lítið mál að halda á honum (miðað við venjulega ).

Ég er orðinn nánast ráð þrota um hvað ég eigi eiginlega að gera til að ljúka við þetta grunn skref í því að aga fuglinn. Svo endilega einhverjir sem geta hjálpað mér verið svo vænir að koma með ábendingar. ! Ég þarf á þeim að halda.
“When all are one and one is all”- '