Mjög gott er að hafa bifvélina í gangi, en þú greinir það með örítlum víbring og hljóði, ásamt því að þú finnur skrítna lykt úr pústinu. Því næst er að setjast undir stýri, og þá oftast í sætið en ekki á gólfið. Þá gætir þú sem dæmi tekið bílinn úr gír, en það er gert með því að kúpla, en kúplingspedallinn er lengst til vinstri, og færa gírstöngina þar til hún er frjáls. Þegar því er lokið gætir þú þensluforvitni einstaklingur, fært hægri fótinn á pedalann lengst til hægri og ýtt honum niður...