Ok, ég hef oft verið að skoða á Huga en aldrei áður skrifað grein einfaldlega vegna þess að ég hef bara einfaldlega ekki nennt því.
En hér er ég og mér er nákvæmlega sama hvort það séu stafsetningavillur eða ekki svo að þið þurfið ekki að benda á það og þetta er bara álit mitt, EKKI heilagur sanlekurinn.

Play Station 1 og 2:

Ég var alltaf í gömlu PS1 tölvuni enda keypi ég hana um leið og hún kom til landsinns og var alltaf að kaupa leiki og átti um 35 leiki í hana en nokkrir hafa tínst svo þeir eru um 29 núna.
En staðsettning PS1 núna er: uppi í skáp, en maður á þó nokkrar góðar minningar frá því að maður spilaði leiki eins og Meatal Gear Solid og gömlu Resident Evil leikina, en núna er komin önnur kynslóð: PS2
Ég á ekki PS2 en kærasti systir minnar á hana og margir vinir mínir svo að ég hef prófað og spilað allvel flesta góðu leikina sem mér finnst ekki margir.
En þeir allra bestu eru: Metal Gear Solid 2, GTA 3 og Vice City, The Thing og The Getaway.
Niðurstaða: ‘Eg kaupi frekar XBOX eða GameCube heldur en þessa frekar leiðinlegu og asnalega hönnuðu tölvu.

Nintendo GameCube:
Allgjör snilldar tölva, frábær grafík, fljót að hugsa, þægilegar og góðar fjarsteringar (stýripinnar)og frábærir leikir sérstaklega: Super Mario Sunshine, Resident Evil endurútgávurnar, Luigi’s Mansion (gott hjá þeim að gera loksins leik um Luigi), Zelda Wind Waker, Star Wars Rogue Leader 2 (3 leikurinn er bráðum að koma út), Metroid Prime og svo margir aðrir.
Þar að auki eru flestir góðu leikirnir í PS2 og XBOX til í hana en Bræðurnir Ormsson eru bara lélegasta batterí sem tiler til að flytja inn leiki. Diskarnir sem tölvan notar bjóða upp á svo mikil gæði og mikið pláss.
Útkoma: Besta talvan en með þrem göllum sem eru Bræðurnir Ormsson, verður að panta DVD myndir frá japan til að horfa á í tölvuni og léleg www.nintendo.is síðan.

XBOX:
Er að fara að kaupa hana á föstudaginn en hún lofar góðu.

SEGA Dreamcast:
Allgjör snilld, hefði hún komið strax út eins og hún átti (á svipuðum tíma og PS1) þá væri PS2 ekki til og SEGA væri risarnir í tölvubransanum. Hún var geðveik og var með bestu ‘'only for…’' leikina en hún missti af öllum samningunum því PS1 var svo vinsæl að öll tölvuleikja fyrirtækin fóri til PS2.
Hún var best með leiki á borð við: The House of The Dead II, Crazy Taxi, Shenmue, Metropolis Street Racer (M.S.R.), Mortal Kombat Gold, Sol Calibur, Re Volt, Trick Style, Half-Life og marga fleiri. En það sem mér fannst best við hana var að ef þú tengdist netinu þá gastu opnað e-mail, spallað við aðra notendur, spilað leiki og vafrað á netinu en það kom aldrei íslenskur server fyrir hana :o(
Niðurstaða: Algjör sorg að missa þessa tölvu ásamt að sjá hvað gerðist hjá SEGA.

Þetta er það sem ég hef að segja um leikjatölvurnar.