Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hverju á ég að trúa?

í Hundar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Mér finnst nú sumir gera full mikið úr hættunni á mjaðmalosi. Það er vissulega einhver möguleiki á því en algerlega ástæðulaust að umgangast hundinn eins og brothættan postulísvasa vegna þess. Hreyfðu hundinn innan skynsmlegra marka ekki láta hann reyna óþarflega mikið á afturlappirnar eða pína hana áfram ef hún er orðin þreytt. Það er sjálfsagt að vera meðvitaður um mjaðmaloshættuna en alver ástæðulaust að vera að fara á límingunum yfir þessu :-)

Re: Hálfvitar

í Flug fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Og fleiri hálfvitar :-) http://www.hovercontrol.net/trainingvideos/helocrash.wmv

Re: Lotus ?

í Bílar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Sælir: þessi bíll er Lotus Espirit 4cyl turbo man ekki árgerðina. Síðast þegar eg vissi var hann í Keflavík og beið þar uppgerðar en hann var allur orðinn stirður eftir langa stöðu. Eg skoðaði bílinn og hann er bara nokkuð heillegur og þarfnast ekkert mjög mikillar vinnu til að fara á götuna. (og Nei hann var ekki til sölu og það held eg að gildi enn)

Re: Minningargrein um Tarzan

í Hundar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
samhryggist innilega kveðja Tanja og Margrét

Re: Stíf gírskipting...

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Prufaðu að setja þynnri olíu á kassann eða þynna gírolíuna með ca 0,5 l af sjálfskiptiolíu

Re: Tölvan mín dó!!!

í Windows fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ertu búinn að ath öryggið í power supplyinu. Það fór einu sinni hjá mér, eg setti nýtt í og ekkert vandamál síðan.

Re: krabbamein

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Við áttum Labrador sem var komin með júgurægsli á stærð við 1/2 liters kók og létum fjarlægja það fyrir um einu og hálfu ári. Þetta var hins vegar fljótt að taka sig upp aftur og núna í nóvember voru komin tvö ný ægsli og mjög af henni dregið, okkur fanst ekki hægt að horfa upp á hana hveljast lengur út af þessu eða leggja aðra aðgerð á tæplega 11 ára gamlan hund þannig að við gengum hin þungu skref til dýralæknisins og gáfum henni hvíldina núna í síðasta mánuði, Aðgerðin gaf henni rúmlega...

Re: áramóta sprengingar

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Við áttum Labradortík sem var “byssuvanin” sem hvolpur, þannig að hvellir þýddu leikur fyrir hana enda voru áramótin einhver skemmtilegasti dagur ársins hjá henni, það þurfti að hafa hana í bandi til að hún brenndi sig ekki á flugeldunum og ef hún heyrði hvell þá var hún komin fram í dyr um leið með skottið á fullu og vildi út að leika. Nú erum við komin með þriggja mánaða hvolp og þar sem eg er hættur að veiða þá er sá möguleiki að “byssuvenja” ekki lengur til staðar en við prófuðum að taka...

Re: CFS3

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er rétt að cfs3 getur verið “vélbúnaðaræta” en með því að eyða smá tíma í að stilla leikinn sem bíður upp á nánast óendanlega möguleika á að stilla grafikina þá er hægt að ná honum ótrúlega góðum bæði í hraða og grafík. Skoðið þessa síðu sem hjálpaði mér vel af stað. http://www.dyno-tech.com/downloads/cfs3_tutorials/cfs3_tweaks.htm

Re: hjálp-desktop crash

í Battlefield fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Eg mundi byrja á að athuga kælinguna á bæði örgjafanum og skjákortinu

Re: lagg lagg lagg og aftur helv... lagg!

í Battlefield fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sæll zechron Hefurðu prófað að lækka “view distance” ? það var það eina sem gerði leikinn nothæfan hjá mér Eg er með svipaða vél og þú nema mun minni örgjafa (900 AMD) og lækkaði v.d. í 80% og er með graphics quality í 85% og þetta virkar bara lygilega vel og rennur nánast hnökralaust í öllum borðum (allavega í single player)
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok