hæ hó..

ég á hund sem er MJÖG ÆSTUR og orkumikill að eðlisfari. Komandi áramót eru fyrstu áramótin sem hann lifir (hann er 9 mánaða), og ég veit ekki hvernig hann á eftir að bregðast við látunum. Ég legg varla í það að hann brjálist og verði ennþá æstari en hann er fyrir. haldið þið að það sé nokkuð athugavert við það að láta gefa honum róandi, svona til vonar og vara, eða ætti ég að sleppa því og sjá hvernig hann verður? þarf ég að fara með hundinn til dýralæknis til að gefa honum róandi, eða fer ég bara og næ í eitthvað lyf sem ég gef honum sjáldur?