Minningargrein um Tarzan Tarzan fæddur 22.Mars 2001 Látinn 30.Júlí 2003

Ég man þegar ég sá þig fyrst litli engillinn minn.
Við kollféllum fyrir þér, enda ekki nema von, þú varst svo sætur… Þú varst bara fjögurra vikna en samt svo hress og kátur með þín stóru eyru.. Þau voru svo stór að þú áttir það til að detta um þau..

Það var mjög erfitt að þurfa að fara frá þér þann dag en við komum bara aftur daginn eftir.. Við reyndum að koma í heimsókn á hverjum degi þar til þú varst orðinn nógu gamall til að koma með okkur heim. Þvílík gleði þegar heim var komið.

Dagarnir liðu, vikurnar líka og þú stækkaðir meir og meir. Þvílíkt krútt, þú varðst bara sætari með degi hverjum.. Alltaf jafn góður og blíður.

Síðan lentir þú í smá óhappi í September 2001. Vinstri aftari fótur brotnaði, og þú þurftir að fara í smá aðgerð.. Hún gekk vel og varstu farinn að hlaupa daginn eftir,, þó svo að læknirinn hefði bannað þér það, þú varst svo sterkur og við fengum engu um það ráðið.. Það var bara ekki hægt að fá þig til að slappa af.. Þú þurftir alltaf að vera að gera eitthvað..

Það gekk ótrúlega vel að þjálfa þig miðað við tegund og þrjósku, En við áttum öll langt eftir í þeim málum. Haustið 2002 byrjaðir þú að þjálfa með Leitarhundum SVFL. Við byrjuðum í snjóflóðaleit, okkur langaði að sjá hvað við næðum langt í þeim efnum.. vildum ekki gefast upp!! Þar sem þú varst svo sjálfstæður og þurftir alltaf að gera hlutina einn og óstuddur þá gekk sæmilega á snjóflóðaæfingunum. En þegar komið var að því að æfa sumarleit (víðavangsleit) var það aðeins erfiðara, svona þar sem þú varst svo sjálfstæður að það var búið að gefast upp á þér. Svona er lífið

Í Apríl 2003 eignaðist þú litla stjúpsystir, og þurftir þú alltaf að passa svo vel upp á hana Enda tókstu að þér eiginlega föðurhlutverk, og gekk það bara príðisvel

En í Júlí 2003 tókum við eftir að ekki var allt með felldu hjá þér. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur varst allt í einu orðinn slappur og alltaf volandi, 29. Júlí fórum við með þig upp á spítala og sagði læknirinn að þú værir illa veikur.. Þá fórum við að leggja saman tvo og tvo og fengum út fjóra.. Við fórum að reka aftur hvenær þú varst byrjaður að vola, það var rétt rúmum fjórum mánuðum áður en við fórum með þig á spítalann..Það var það versta með þig, þú varst svo sterkur að þú varst ekkert að kvarta að við töldum Þetta var afskaplega erfiður dagur og dagurinn á eftir var ennþá erfiðari en þá fórum við með þig aftur upp á spítala til að lina sársauka þinn.. Við vonum innilega að við gerðum rétt, fyrir þig að minnsta kosti. Við vildum bara ekki leggja á þig eina tvær eða þrjár aðgerðir og þær svæfingar sem því fylgdu..

Við söknum þín alveg afskaplega sárt og vonum að þér líði betur þar sem þú ert. Við munum aldrey gleyma þér því þú munnt alltaf vera hjá okkur í hjartanu..

Kveðja þín fjölskylda Kristján, Sigrún, Dagbjört Heiða og Dimma



Okkur langaði bara að deila þessu með ykku
Kveðja Sigga1,