Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Mig langar að varpa fram fyrirspurn til hinnar virðulegu samkomu í umræðuhóp okkar: Nýsir fræddi okkur um það að skv. Helga Pjeturs er hið svo kallaða líf eftir dauðann ekki síður jarðneskt en okkar líf. Þess vegna sé hægt að rannsaka vísindalega kenningar trúarbragðanna sem hingað til hefðu aðallega stuðst við trú. Hvert er álit ykkar?

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta var bara útúrdúr. Ég á við að “flestir vildu Lilju kveðið hafa”, þ.e. að innan fræðigreina og utan þeirra getur oft komið upp hugtakaruglingur vegna þess að menn meina ekki það sama með hugtökunum. Vísindin með heimspekina í vinnukonuhlutverki hafa því sérstaklega reynt að gæta þess að nota vel skilgreind hugtök og fullyrðingar. Jafnvel þurft að búa til ný hugtök yfir algenga hluti vegna þess að eldri notkun á orðinu er orðin svo útjöskuð.

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Stundum getur það líka verið öfugt eins og þegar húmanistar kalla sínar manndómsvígslur fermingar sem venjulega er notað í kirkjulegu samhengi. Sjálft orðið ferming er hlutlaust og þýðir staðfesting, sbr “con-firmation”. Ég vona að þetta innskot afvegaleiði ekki umræðuna.

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Anon, þú ert fæddur búddhisti! Búddha varaði menn einatt við að vera að velta sér upp úr háspekilegum vangaveltum heldur skyldu menn lifa fyrir líðandi stund, þ.e. einbeita sér að því sem þeir eru að gera hverju sinni, sbr. vinnukonuskilgreining á heimspekingi, þ.e. maður sem horfir til himins við að velta fyrir sér gang himintungla en fellur niður í brunn sem verður á vegi þar sem hann kann ekki fótum sínum forráð á jörðinni.

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jú víst gengur karma lögmálið og endurfæðingarkenningin út á það en ég veit ekki betur en að flest ef ekki öll trúarbrögð boða að breytni okkar í þessu lífi ákvarði kjör okkar og aðstæður í næstu tilveru hvernig svo sem því er háttað.

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
sjá svar mitt hér að ofan

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég er sammála þér um muninn á tilgátu og kenningu en það getur samt verið afstætt eins og Daphnir bendir á að kenning getur breyst eða henni verið hafnað í ljósi nýrra niðurstaðna. Hins vegar eru kenningar eins og þyngdarlögmálið algildar. Það segir mér að orðanotkunin á kenningu sé ónákvæm sérstaklega þegar haft er í huga að í guðfræðinni er einnig rætt um kristnar kenningar. Slíkar kenningar er ekki hægt að sanna eða afsanna skv. skilgreiningu á trú nema þá að trúin hafi farið inn á svið...

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég get tekið undir með þér í því vegna þess að eftir nokkurra miljarða ára þenst sólin út sem hvítur risi og gleypir í sig allar pláneturnar. Hins vegar myndi ég kalla þyngdarkraftinn og miðflóttaaflið lögmál sem halda plánetum á brautum kringum sólir. Er þetta rétt skilið hjá mér?

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég ætla rétt að vona að þú verðir vitni að þínum eigin dauða, sbr. karlinn sem vaknaði upp af 3ja daga roti að verið var að kistuleggja hann: “Nú skyldi ég hlæja ef ég væri ekki dauður!” Ég varpa fram eftirfarandi spurningu: Sé svo að við getum ekkert sagt um hugsanlegt líf eftir dauðann. Ber mér þá að lifa eins og það geti skipt máli hvað verður um mig eftir dauðann eða skv. spakmælinu: “Et, drekk og ver glaður því eitt sinn skal hver deyja.” – sbr. orð skáldsins; En ég verð að telja það...

Re: Opið fyrirspurnabréf til Nýsis varðandi kenningar Helga Pjeturs

í Dulspeki fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Kenning fær heitið lögmál þegar hún þykir vera fullsönnuð.

Re: Skapaði Guð manninn í sinni mynd ?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það sem átt er við með að Guð hafi skapað okkur í sinni mynd er að sæði hans býr í okkur sem er eins og fræ af t.d. blómi. Þegar fræið spírar verður það að fullvöxnu blómi sem er sönn mynd foreldranna. Ef þetta sæði eða frækorn lendir í slæmum jarðveg eins og í einni af dæmisögum Jesú (sjá Matteusarguðspjall 13:3…) þá nær blómið ekki fullum þroska, verður kyrkingslegt og visið. Svarar það spurningu þinni hvers vegna sumir verða barnaníðingar, nauðgarar, morðingjar og hryðjuverkamenn?

Re: Skapaði Guð manninn í sinni mynd ?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mér finnst að þú sért að segja að Guð sé kærleiksríkt afl sem sé alls staðar að finna í alheiminum. Finna megi þróaðar vitsmunaverur á mörgum lífhnöttum sem allar séu skapaðar í Guðs mynd. Guð hafi búið okkur þannig úr garði að við ræktum samband okkar við hann. En það gerum við ekki sökum fáfræðis og drottnuargirni hagsmunaafla. Þar af leiðandi nær kærleikur Guðs ekki að streyma óhindrað til allra sem er ástæðan fyrir harmleik og illsku heimsins. Fallegur boðskapur það og þarfur til...

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Sæll lagsmaður. Þú vandar mér ekki kveðjurnar. Það er ekki bara við þig að sakast þar sem ég var hortugur og hrokafullur í tilsvörum við þig. Mér þótti bara verst að meindrægni mín (e. cynicism) skyldi hafa fram hjá þér eins og það að “Guð skyldi hafa orðið á undan Darvin að uppgötva þróunarkenninguna”. Í öðru lagi fattaðir þú ekki “jókið” í því að mér skyldi “verða á” að segja að sólin rísi upp á morgnana sem er viðtekin málhefð í flestum ef ekki öllum tungumálum. Ég vildi bara staðfesta þá...

Re: Um sálfarir og martraðir

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég á örugglega eftir að fjalla nánar um æðri tilverustigin sem mér eru einkum hugleikin þar sem mér er í mun að gefa lesendum mínum brauð í staðinn fyrir steina. Ég á einkum við andlega heiminn, þar sem meistarar og guðlegar verur starfa í þjónustu við mannkynið og annað líf. Til að gefa þér í hugarlund hversu merkilegur áfangi það er í þroska mannsandans að ná þessum áfanga má geta þess geta að í Biblíunni er aðeins minnst á fjóra einstaklinga, þ.e. Enok, Elí, Móse og Esekíel, fyrir utan...

Re: Um sálfarir og martraðir

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er rétt hjá ykkur báðum að hér er átt við huglæga skynjun sem er raunverulegri fyrir dreymandann þegar um ljóslifandi (lucid) drauma er að ræða. Í raun er það mjög flókin heimspekileg umræða að fjalla um hvað sé raunveruleiki til dæmis í samanburði á draumum okkar við skynjun okkar af efnisheiminum. Í indverskri heimspeki er t.a.m. efnisheimurinn kallaður maya sem þýðir tálsýn eða blekking. Hann sé aðeins til í ímyndun okkar líkt og í draumi. Þó fæstir heimspekingar vilji ganga svo langt...

Re: Um sálfarir og martraðir

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þakka þér fyrir. Má ég benda þér á að ég hef skrifað á annan tug dulspekigreina á þessum vef. Ég vona að þú og aðrir megið einnig njóta góðs af þeim.

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég sé að þú ert enn þá blautur á bak við eyrun, þ.e. ekki viðræðuhæfur þar sem þú hefur ekki lesið greinarnar sem ég benti þér á. Svo langar mig að benda þér á að í vísindaspeki er venjulega notað latnesku orðin ‘ad hoc’ fyrir eftir á skýringar. Svo ég gefi þér smá ókeypis kennslustund í aðferðafræði vísindannna þá er það viðurkennd aðferð að koma fram með tilgátu og síðan safna gögnum og prófa hvort tilgátan fái staðist eða ekki, þ.e. kallað afleiðsla eða deduction á ensku. Sú aðferð er...

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef mér skjátlast ekki þá var tíminn frá sköpuninni framreiknuð til dagsins í dag og varð útkoman rúmlega fjögur þúsund ár. Ég trúi því þess vegna ekki að skapari vor og herra sé meira en sjö þúsund ára gamall eins og þú vilt vera láta að hann sé orðinn hrumur og elliær og kominn að fótum fram.

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Takk fyrir ábendinguna. Ef til vill má kalla þetta sem ég vildi segja andstöðu við breytingar í samsvari við lögmál Newtons um að hverri hreyfingu fylgir gagnstæð hreyfing. Þetta er etv. heldur einföld líking en vonandi þjónar hún þó sínum tilgangi.

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég skal sanna fyrir þér að Guð hafi verið á undan Darwin að uppgötva þróunarlögmálið. Í fyrstu Mósebók stendur að Guð hafi verið sjö daga að skapa heiminn. Það vill nú svo til að Guðs er svo mikill afstæðishyggjusinni að fyrir honum er tíminn óendanlegur, sbr. 2. Pétursbréf 3:8 En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Þetta kemur m.a. fram í Þjóðsöngnum okkar svo ekki fer það á milli mála. Þúsund ár er óræð tala...

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef þú lest greinina alla ætti dómgreind þín að geta sagt þér hvort að eitthvert vit sé í henni.

Re: Um þróun lífsins

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Um víkkun vitundarinnar Mig langar að hnykkja á þróun vitundarinnar frá skynjun einstaklingsins á sjálfum sem einangruðu fyrirbæri sér þar til að hann nær alheimslegri skynjun, þ.e. skynun hans á guði í honum sjálfum. Við skynjum okkur í raun bæði sem einstaklingar og sem hluta af stærri heild. Við erum til að mynda allir hluti af fjölskyldu okkar sem við skynjum sem eina heild aðskilda frá öðrum samsvarandi heildum, o.s.frv. Með auknum aldri og þroska förum við að skynja okkur sem hluti af...

Re: Out Of Body Experience Aðferð.

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er til orðatiltæki um að eitthvað liggi á manni eins og mara, sbr. martraðir. Ef ég man rétt er Mara draugur úr íslensku þjóðsögunum. Ég skal fletta þessu atriði upp til glöggvunar við fyrsta tækifæri.

Re: Er Guð persónulegur eða ópersónulegur?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Afsakaðu, ég er vanur að birta heimildir í greinaskrifum mínum, en í þessu tilviki studdist ég bara við mínar eigin hugleiðingar. Greinasafn mitt á þessum vef ætti að gefa hugmynd um helstu áhrifavalda mína.

Re: Er Guð persónulegur eða ópersónulegur?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þessu svari, “þetta var drengilega mælt”, var aðallega beint til Lullab en hver sem er má taka tilmælin til sín.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok