Þetta sem hér fer á eftir er ekki á nokkurn hátt ætlað að draga úr gildi trúarinnar, heldur er þetta hugleiðing höfundar um lífið og tilveruna. Gengið er útfrá þeirri tilgátu að Guð sé til og sé eins og við, hluti af nátúrunni, efnislegur eins og við.
Benda má á að til er kenning um Miklahvell, kenning sem útskýrir margt en ekki allt. Komin eru á hana göt, en á meðan ekki er til önnur skýring gildir hún.
Þannig er það með þetta erindi sem hér fer á eftir.

Sennilega má slá því föstu að allir þeir er viðurkenna Guð, viðurkenni, um leið að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd og ekki aðeins hér á þessum litla hnetti, heldur einnig á öllum lífhnöttum er veröldin getur af sér.
Ef ekki, getur þá verið að það sé einn guð fyrir hvern hnött og hver guð með ákveðið umráðasvæði.
Lengra verður ekki farið í útleggingar á þeirri hugmynd.

Enga ástæðu sé ég til þess álykta að guð hafi dregið eitt og annað undan við sköpun mannsins.
Að Guð hafi til dæmis ekki skapað manninn sér líkan, heldur næstum líkan.

Nei svo er ekki og ekki hægt að draga í efa fullkominn vilja Guðs sem dreginn er áfram af fölskvalausum kærleik.
Þar af leiðandi hefur maðurinn alla þá andlegu hæfileika sem guð væri.

Maðurinn vill kalla þann hluta af starfssemi heilanns sem meðhöndlar andlegt ástand eins og það er skilgreint, ástand sem hann á að loka fyrir að kröfu margra trúarleiðtoga.

Hvers vegna.
Að mínu mati vegna þekkingarleysis að mestu og drottnuarsemi að hluta. Fyrir mér lítur þetta þannig út. Nauðsyn er að hafa síma á heimilinu en ekki má svara þegar hringir.

Lokar Guð fyrir hugsun á andlegum nótum eins og maðurinn.
Ef svo er, hvernig hefur hann samskipti við einstaklingana.
Trúaðir menn tala um að guð hafi talað við þá eitt og annað.

Hafa þeir þá svikist undan merkjum og ekki lokað fyrir andlega þáttinn.
Ekki er ástæða til að efast um heiðarleika og getu manna til sambands við guð sinn.

Þetta samband milli manns og Guðs, fer fram í þeirra eigin heila og er því sennilega á engann hátt á annan veg farið, en eðlilegur hugsunarflutningur.

Hugsending og hugboð.

Ef ekki, hvaða annan samskiptamöguleika hefur Guðinn ef ekki þennan og ef svo er, þá er maðurinn ekki skapaður í sömu mynd.

Alla eiginleika guðs er að finna hjá manninum enda skapaður af Guði.
Vandi mannsins er að hann þroskar fáar eða enga af þessari guðsgjöf og þar til viðbótar, gerist ekkert á þeim vettvangi á meðan hann fyrirlítur samskiptaleiðir Guðdómsins og gerir lítið úr getu mannshugans og þannig borið brigður á mátt og heilindi Guðsins.

Líkja má heilastarfsseminni við flýgil þar er stefnt að samhæfingu sláttar á strengina sem framkallar hina fegurstu hljómhviður.

Heilabúið er yfirfullt af strengjum sem mannkynið hefur verið að burðast með frá upphafi vega.
Sárafáir ef nokkur hefur komist svo vitað sé, (fyrir utan Krist ) eitthvað áleiðis í að slá laglínur á einhvern þeirra strengja sem Guð lagði þeim upp í hendurnar, það er að segja, náð bærilegum árangri að samhæfa heilahvelin.
Máttur hugans er mikill og öll meðferð heilans byggist á vilja og einbeitni.

Manninum er ætlað að þroska þessar guðsgjafir og nálgast guðinn í lifandi lífi, ekki eftir dauðann.
Fáranlegasta framkvæmd mannsins er krafan að hann leiði ekki hugann að andlegum þáttunum því þá er hann að dýrka þann illa.

Þessi misskilningur hefur kostað mannkynið ómælda óhamingju og harmleiki.
Samstilling milljarða huga vítt um geim, hugar sem eru samstilltir í kærleika. Kærleika sem er látinn streyma um veröld alla.

Kærleikurinn berst á milli heimsálfa til allra lífvera smárra og einfaldra, jafnt og til stórra og flókinna.
Hugarafl hins þroskaða manns og eða Guðs magnar upp kærleikann og berst hann frá samstilltum huga til hinna lítt þroskuðu heila.
Það er heilinn sem leikur hér aðalhlutverkið og ekki má gleyma því að hann er skapaður af guði og með alla hans eiginleika.
Þannig er Guð allstaðar og í öllu sem lífafl og sem kærleikur og bak við þann kærleik eru allir kærleiksríkir einstaklingar út um gervalla víðáttu geims og lífs.
Í ljósi þess að guð skapaði manninn í sinni mynd hlýtur maðurinn að vera í hverri þeirri mynd sem fólk ætlast til af Guði, eins og til dæmis, guð er kærleikur og eða, Guð er ljós og Guð er allt í öllu. Ef maðurinn er ekki neitt af þessu hefur Guð ekki skapað manninn í sinni mynd.
Höfundur Nisir.