Nei það er heldur ekkert að því að finnast áfengi vont. Ég fílaði það ekkert svo mikið þegar ég var 15 ára, en hugsaðu aðeins út í það sem þú varst að segja; Það að hann noti áfengi þegar hann skemmtir sér af ýmsum ástæðum ma. vegna þess að það hjálpar honum að kynnast fólki þarf ekki að þýða að hann noti áfengi sem eitthvað kraftaverkalyf í mannlegum samskiptum… Ef einhver maður þarf áfengi til að safna kjarki til að kyssa konuna sína þá held ég að áfengið sé ekki stærsta vandamálið í lífinu hans.