Ég veit að ég á ekkert að vera komin með aldur til að vera að tjá mig inn á þessu áhugamáli eitthvað sérstaklega en ég ætla samt að gera það!

Það sem ég er búin að vera að velta fyrir mér er af hverju það er svona hátt aldurstakmark hér á landi til að fara í ríkið. Þú verður sjálfráða 18 ára, færð bílpróf 17 ára en mátt ekki kaupa áfengi né fara á suma helstu skemmtistaði fyrr en þú ert orðinn 20! Er þetta ekki dálítið fáranlegt? Í flestum nágrannalöndum okkar getur þú keypt áfengi 18 ára.

Okey það eru frekar margir á Íslandi sem byrja á grunnskólaaldri að drekka og hvað þá á framhaldsskólaaldri. Og ef unglingar vilja á annað borð drekka og fara og skemmta sér þá er því alltaf reddað, og stundum með landa. Væri ekki bara sniðugra að lækka þetta niður í 18 ára þannig að þú getir keypt áfengi eins og flest annað þar sem maður er orðinn sjálfráða þá.
Hvað finnst ykkur?

Allavega varð ég bara að koma þessu á framfæri þar sem mér finnst þetta geðveikt fáránlegt!
Engin skítköst vil bara fá ykkar álit á þessu.

Takk fyrir mig :)