Eða bara jeppa, og allt heila draslið í skottið :) En á alvarlegri nótunum, þá er ég ánægður með þetta :) eFive fyrir baldri! ég myndi nú setja svefnpokann fyrir ofan dýnuna og bívakinn því þú þarft jú alltaf hann hvar sem þú sefur..?
Aldrei fengið þetta með að dorga.. En hef verið að læra um í sögu um þýzku næstumþvískátana, Hitlersæskuna. Ættum að koma með einhverjar svoleiðis sögur: “Við sitjum í hring og hlustum á ræður Führer-sins í útvarpinu. Skipuleggjum hernaðarlegar árásir á Úlfljótsvatn. Þróum háklassa trönubyggingasprengjuvörpur og notum síðan ylfinga til að grafa leynigöng undir Langjökul.” :)
Skátadagatalið hefur aldrei nokkurntíman verið rétt, nema í fyrsta skiptið, hefur oft bara verið c/p-að (já, hef tekið eftir því að helgarnámskeið var sett frá laugardegi til mánudags eða eitthvað álíka heimskulegt)
Já, við í Segli erum komin með nýju skiptinguna, og felldum þá niður kynjaskiptingu á móti til að það yrðu ekki 3 í sveit. Finnst þetta frekar ruglandi (nýja kerfið)
Ert þú einn af þessum sem keyra alltaf 5 km/h undir hámarkshraða? Ertu að meina að ef þær eru ekki CE merktar að þá séu þær ekkert öruggar? Veistu hver öryggisstuðullinn fyrir manntryggingarbúnað er? Ég held þær þoli ekkert mikið minni kraft en aðrar sambærilegar tryggingar..
Já, og stærstur hluti notenda turnsins síga ekki reglulega, og margir sem eru að fara í fyrsta skipti (utanaðkomandi ekki-skáta-hópar), svo að þetta myndi nú held ég bara flækja málin enn meira fyrir byrjendum..
Ég er stundum kallaður Skátinn í vinnunni, en það er jú einmitt til að greina mig frá nafna mínum þar. En ég er t.d. í Verzló og það eru alveg nokkrir sem vita að ég sé skáti þar en eru ekki með neitt ves útaf því. Þegar maður var í grunnskóla þá var alltaf sagt við mann að hætta í skátunum áður en maður færi í framhaldsskóla af því að þá yrði maður annars bara niðurlægður, en ég hef ekkert tekið eftir því í tveggja ára framhaldsnámi..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..