Nú styttist óðum í hið frábæramót Nordjamb! Ég hef njósn af því að það sé enn möguleiki að komast með ef maður biður fallega.

En það sem meira og skemmtilegra er að það vantar ennþá fararstjóra í nokkrar ferðir á mótinu. Og fararstjórar fá frítt! Svo ég hvet alla sem hafa aldur, vilja og getu til að vera fararstjóri á besta móti í geymi að hafa samband við nordjamb@skatar.is og bjóða fram aðstoð sína.

Lítur út fyrir að þetta mót verði mjög gott, vel undirbúið og skemmtilegt. Mikið af erlendum stelpum mun taka þátt svo það er um að gera að mæta strákar ;)

En þeir sem komast ekki á allt mótið koma að sjálfsögðu um helgina sem verður á Úlfljótsvatni.

kv
Baldur skáti - fararstjóri Laugavegsferðar

ps. Látið endilega alla vita af þessu ;)
Baldur Skáti