Ég vil fá mér kærustu sem allra allra fyrst en ekki verður gott að finna hana. Hún skal hafa kinnar eins og hrútaber á kvist og hvarmaljósin björt sem demantana. Og hún skal vera fallegust af öllum innanlands og iðin við að spinna og léttan stíga dans og hún skal kunna að haga sér hið besta. Þær eru flestar góðar ef að unnustinn er nær, en oss þær eru vissar til að blekkja. En ég vil fá mér eina þá sem ei við öðrum hlær sem elskar mig og bara mig vill þekkja. Og hún skal líka finna bestu...