Mér finnst merkilegt þegar Jónas Kristjánsson kemur fram í fjölmiðli og þarf að svara fyrir skrif DV og brot þeirra á siðareglum blaðamanna þá fer hann alltaf að með sömu rulluna um að DV hefur sannleikann að leiðarljósi og vill segja rétt og satt frá.

Það getur verið að þeir séu að segja Sannleikann en hann virðist líta fram hjá því að Sannleikurinn sem þeir eru að segja frá getur líka verið rógburður annarra eða misskilningur .


Hann Jónas Kristjánsson er ekkert vitlaus maður en hann virðist líta fram hjá því að þegar þeir birta frétt um eitthvað sem hefur verið “sagt” út í bæ , þá hefur hann í rauninni ekki hugmynd um hvort Sannleikskorn leynist í fréttum þeirra . Svo þetta Sannleikshjal þeirra á DV stenst ekkert .

Sannleikur DV er í raun bara slefburður sem kannski er réttur og kannski er rangur.

Ég er kannski svona vitlaus að sjá ekki Sannleikann sem Jónas Kristjánsson sér alltaf.

Fyrir mér er þessi sannleikur hans bara sögusagnir uns sekt viðkomandi einstaklings eða einstaklinga sé sönnuð. Mér finnst þetta ekkert flókið mál, en þegar siðblindan nær völdum þá afbakast sannleikurinn .. Það hefur gerst hjá Jónasi Kristjánssyni eftir að ég hef séð hann ítrekað tala um sannleikann í svo mjög undarlegu ljósi…
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust