..Bréfið




“ Aaah, mikið er gott að vakna svona við sólina stundum, sérstaklega á fallegum sunnudegi hugsaði Sóley “

Mamma hennar kallaði á hana á leiðinni niður stigann, “ Sóley mín ?, ertu vöknuð ? ”
Jáh, fyrir löngu muldraði Sóley.
Æj, en gott sagði mamma hennar, það er kominn póstur til þín !
Póstur, vei .
Láttu ekki svona, þetta er ekki banka tilboð eða þannig, þetta er mjög pen umslag með flottri gamaldags innsiglingu !
Bankarnir eru komnir með svo flott tilboð að ég væri hissa ef að þetta er ekki frá þeim.

Hún rölti hægt niður stigann, enda var sunnudagur, og ekkert að gera nema leggjast út í sólbað í mjúka grasinu.
Mamma hennar var að fara út í bæinn, og Sóley hafði húsið útaf fyrir sig, hún var einkabarn og enginn pabbi í lífinu.

Hún fékk sér kókópöffs, en kláraði ekki því nýja kókópöffsið var orðið ógeðslegt !
Burstaði í sér tennurnar og rölti að stofuborðinu þar sem bréfið lá.

Hún nennti varla að opna það og verða fyrir vonbrigðum með enn einu tilboði eða auglýsingu.
Hún tók það upp, labbaði svo útá pall, fór úr bolnum og lagðist á grasið.

Hún sá að það var fólk á túninu fyrir framan garðinn, þannig hún skellti sér í bolinn aftur, enda virkilega feimin stelpa. Þótt hún sé í topp, þá fannst henni óþægilegt að annað fólk sjái hana þannig.

Hún tók upp bréfið, las utaná og sá nafnið sitt ritað í fögrum djúpum, flottum stöfum :

Sóley Sigmundardóttir
Grýtarvegi 62
Íslandi

*Bréf berist klukkan 11:42 að staðartíma þann 16 júlí 2004*



Hún undraði sig á þessu, en hélt áfram að skoða bréfið, fletti því við, og sá sá skrýtið tungumál sem hún skildi ekki. Gríska ? , fornar rúnir ?
Nei, hún vissi það ekki..

Og henni fannst skrýtið líka, að það var árið 2005 en ekki 2004, og það var 19 júlí en ekki 16 !

Hún tók fram eina nögl, og reif upp bréfið mjög pent, til að skemma það ekki því það var svo flott. Hún kíkti ofaní, og sá blað… nei, ekki blað, mörg blöð, frekar mörg, um það bil 7 blöð !

Hún fylltist gleði að þetta var ekki auglýsing eða þessháttar.

Hún tók blöðin upp, og hafðist strax við lesturinn.


Kæra Sóley, eina ástin mín í lífinu,

Þetta bréf, sem ég skrifa núna, fór af stað fyrir 15 og hálfu ári, þegar þú fæddist !
Ástæðan fyir því að þú færð þetta núna, en ekki síðar né fyrr, er að þú verður að vera orðin eins gömul og þú ert núna til að lesa þetta.

Þetta gæti orðið pínu áfall að lesa, og mamma þín veit eigi af þessu.
Þú þarft að gera svoldið fyrir mig, einn stóran greiða.

En fyrst, þá ertu örugglega ennþá að pæla í hver er þetta er ?
Þetta er ég, hann pabbi þinn, sem þú þekktir aldrei og munt aldrei þekkja á tvem ástæðum.

Eitt, ég mun kasta mér fram af Lága-klett, þar sem mamma þín mun banna þér að fara í framtíðinni. Og jafnvel enn ! En ekki láta nafnið blekkja þig, Lági-klettur er um það bil 135 metra fall niður á oddhvassa kletta.

Ástæða tvö, þú ert of falleg of gáfuð til að fá að þekkja mig.
Ég er bara einhver minniháttarmaður sem banraði mömmu þína fyrir slysni, en þú varst alls ekkert slys, þú varst ástæðan fyrir því að ég stökk !

En tilgangur þinn í þessu lífi, er að finna hálsmenið, hálsmenið sem mamma þín er með um hálsin !!
Á hverjum einasta degi er hún með það, en ekki á eftir, taktu eftir því !

Hálsmenið verður horfið, hún ætlar að henda því fram af Lága-kletti !
En hafði ekki áhyggjur, ég veit um leið til þess að ná í það..
Þú notar venjulega göngustíginn, en beygjir til hægri þegar kemur að vinstri beygjunni, þú ferð yfir smá lyng, en svo finnurðu stiga.. labbaðu niður hann allann og þá ertu kominn niður, hálsmenið mun vera á 3 steini lengst frá miðju.

Vertu fljót, áður en það kemur flóð í hálsmenið er glatað að eilífu..




Kær kveðja, þinn faðir, sem elskar þig enn !





Sóley brast í grát.. hún vissi ekkert hvað hún ætti að gera.. var mamma virkilega búin að gera það.. þetta hálsmen var ALLTAF á henni.. myndi hún virkilega gera það ?


Hún tók sér ákörðun og greip fram hjólið sitt og hjólaði eins hratt og hún gat uppað Lága-klett !

Þegar hún var hálfnuð keyrði kunnulegur bíll framhjá henni … Mamma !! Hún hægði á.. en reif sig svo ennþá meira hraðar af stað !

Þegar komið var á staðinn, hljóp hún upp stíginn.. Hann var aðeins lengri en henni hafði dottið í hug, en komst þó loks á leiðarenda..
Næstum því, hún var bara komin að skörpu vinstri beygjunni, hún stökk þá til hægri og valhoppaði yfir lingið þangað til hún kom að möl.

Hún rann á rassinn, og rann áfram marga, marga metra á rassinum !
Henni tókst þó loksins að stoppa sig, og nudda sáran rassin sinn , en þá tók hún eftir örlitlum, mjóum stiga sem var 5 sentimetrum frá tánum á henni !

Hún steig hægt af stað en rann á fyrstu tröppu, og þar af leiðandi datt fram af þessum mjóa stiga. Hún tók að öskra, hún öskraði reiði sinnar á Guði, mömmu sinni, jafnvel pabba sínum !
..Tárin tóku að flæða, og hún hætti að öskra, þá fattaði hún það..

Faðir hennar !!

Hann er að reyna að fá hana til sín !
Henni fannst þetta asnaleg tilgáta, en hugsaði að það væri mögulegt, og grét ennþá meira.

Hún lenti á milli tveggja steina, og braut örugglega öll bein í líkamanum !
Hún bara.. lá þarna, gat ekkert gert, enginn sársauki, ekkert.

Þá sá hún það,, hálsmenið lá 2 metra frá henni, á steini hliðina á henni.
Allt í einu tók hún að lyftast, hún gat staðið, en byrjaði að svífa !
Hún greip hálsmenið í leiðinni og lá lík sitt liggja eftir..

“ Óhugnalega sjón ” Sagði hún við sjálfa sig, og kíkti inní hálsmenið sitt.


Hún brast í grát aftur..

Innan í meninu var mynd af allri fjölskyldunni saman !

Pabbi hennar var myndarlegur maður og mamma ung kona, en Sóley, hún var eitthvað skrýtin, hún var.. eins og hún væri, leið ?
En.. afhverju ?
Allt gekk vel í þessu lífi þarna.. á myndinni.

En það rann uppfyrir henni. Sóley var ekki til lengur , þessvegna var stelpan á myndinni leið.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið