Stórtíðindi var að gerast 300.000 þúsundasti íslendingurinn var að fæðast og Sigmund skopteiknari moggans er kominn aftur eftir langt hlé.

En í síðustu viku spurði ég einmitt hér hvað hefur orðið um skopteiknara moggans Sigmund. Sjálfur vefstjórinn sagði mér að hann væri veikur en vissi samt ekki hvað amar að kallinum. Reyndar vissi enginn hvað amaði að honum. (held ég)

En svarið er nú komið hvað hefur komið fyrir Sigmúnd en glæný skopteikning eftir kappann var nú að birt í mogganum í dag en í þessum nýjasta skopteikningu meistarans fyldi bæði gleði og tár.

En ekki vissi ég að Sigmund hefði verið að berjast við krabbamein. Auðvitað mjög sorglegt að vita um það. En það er samt alveg ótrúlegt að hann getur gert grín að þessu skæða dauðasjúkdóm í nýjustu teikningunni sinni.

Ég sendi því baráttukveðjur til Sigmunds og ég vona að hetjan mín fái að teikna aðeins lengur fyrir moggann. En ég er mikill aðdáandi hans og mér finnst teikningar hans alveg hreint ómissandi í mogganum.