Já komið þið sæl.
Þetta ku vera fyrsta grein min inná huga þótt að ég sé frekar virkur notandi.

Ég ætla að tala um 10 bestu PC leiki að minu mati(eins og ég hef upplifað þá)Vill ég taka fram að
skítköst eru þegin en bara ef ég verð huggaður eftirá.

Vill ég líka benda á að þetta eru bara skoðanir minar.

nr.10

Call of duty

call of duty er svona eins og betrumbættur medal of honour og finnst mér þetta vera einstaklega vel heppnaður leikur. Grafíkin er ásættanleg og góður hraði í leiknum. það er gott að maður festist sjaldan í honum og þá aðallega vegna erfiðleika frekar en að vita ekki hvað maður á að gera.Gameplayið er frábært enda er mikill seinni-heymstyrjaldarfílingur í þessu(t.d. þegar maður fær bara 1 klippi af skotum þegar maður er soviet

nr.9

Diablo 2 lod expansion pack

Þvílíkt sem maður gleymdi sér gjörsamlega í þessu hver man ekki eftir að imbue-a og nota katar eða long staff.
Frábær leikur þar á ferð og á skilið klapp á kollinn.

nr.8

Monkey Island serían og grim fandango

Ég flokka þessa leiki saman vegna þess að þeir eru svipaðir og frá sömu framleiðendum en aðallega vegna þess að ég gat ekki gert upp á milli þeirra.
þetta eru frekar erfiðir leikir(sérstaklega Monkey island 4) en mjög skemmtilegir með miklum húmor en erfiðir og flóknir á köflum(t.d. þegar maður á að ná mappinu af bakinu á gaurnum í 3) eini gallinn er sá að “stundum” á maður það til að festast í lengri eða styttri tíma.

nr.7

B&W 1 og 2

Þvílík snildarhugmynd hjá lionhead að gera leik þar sem maður er guð og á gæludýr.
Ég veit ekki um ykkur en það er eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug. En þetta eru góðir leikir og gott að fá útrás í þeim,
sérstaklega 2 þar sem maður tekur 70 manns upp í einu og hendir þeim öllum eitthvert lengst.

nr.6

need for speed most wanted.

Ég get fullyrt það að ég hef spilað og unnið flest alla nfs leikina(nfs2,3,hot pursuit 1 og 2,porsche challenge,underground) sem komið hafa út og þessi er toppurinn.
Ég hélt fyrst að þetta yrði léleg leið til að græða pening af hnakkavæðingu landsmanna með upptjúnuðum bílum en svo reyndist ekki vera.
Þetta er hinsvegar dýrindis leikur sem skartar smá söguþræði(allavega betri en hinir leikirnir) er hægt að customiza bilinn aðeins, getur fengið löggur,bara frábær leikur í alla staði og með nýja fídusa sem ekki hafa sést áður í nfs(speedbreaker og fleira)

nr.5

Farhenheit

Fyrsti “kvikmyndaleikur” seinni ára sem kemur verulega á óvart.Kvikmyndaleikur er að því leiti öðruvísi að ef þú td. ætlar að leggjast í rúmið þitt þá sérðu stutt myndbrot af karlinum þinum leggjast og líka það þá er góður söguþráur sem byggist upp líkt og kvikmynd.
Þetta er snilldarleikur(svolítið creepy) en hann er með góðum söguþræði og frábærri grafík. Mér finnst mjög gott við leikinn hvernig hugarástand og geðveiki einkenna söguþráðinn og spilunina.

nr.4

half-life

half-life var bylting fyrir tölvuleikjaheiminn.það hafði aldrei verið jafn gaman að slátra headsuckerum með kúbeini.
Þessi leikur er svo magnaður að hálfa væri nóg.
það er ekkert lélegt við þennan leik. Sierra gaf half life út og…já þessum leik verður ekki lýst með orðum.

nr.3

World of Warcraft

Þessi leikur er einn velheppnaðasti mmorpg leikur sögunnar,grafíkin er góð(enda átti hun að halda í gamla warcraft stílinn og gerði það) en þessi leikur er eitthvað sem hægt er að dunda sér í.
Verð reyndar að viðurkenna að ég hef aldrei prófað dark and light,eve og fleiri en það bíður betri tíma.Eini gallinn við wow er þetta mánaðargjald.
Martöð hvers wow nörda er að lenda í því að sjá your account expires in 10 days.Svo er hlaupi út í búð keypt game card, kó, og tortillur og svo er haldið áfram(nema þeir sem eiga heila skúffu af 6 máða kortum sem þeir keyptu á magnafslætti).

nr.2

Half-Life 2

hl2 kom sá og sigraði, aftur varð bylting í tölvuleikjaheiminum þegar valve tilkynnti komu hl2 eftir 7 ára fjarveru og með þeim í fylgd var ný grafíkvél.
Núna þurftu allir að henda út gömlu tölvunum og búa til nýjar fyrir þennan magnaða leik. þess má geta að margir leikjaframleiðendur hafa nýtt sér source vélina fyrir sína leiki.

NR.1!

heroes of might and magic 2&3

þennan leik(3) hef ég spilað frá 9-10 ára aldri og er ekkert að fara að hætta því í bráð.
það eru örugglega til betri leikir en þetta er sá sem mér finnst vegna persónulegra tengsla.
Ég hef unnið leikinn of oft og klárað aukapakka og ég veit ekki hvað. Maður fær ekki leið á þessum leik nema örsjaldan en þegar það gerist hugsar maður eftir 3 vikur: hey mig langar í hírós.Heroes 2 er ekki síðrí en einhvernvegin hef ég ekki komist jafnmikið í hann og 3.
Ég get samt fullyrt að það sé frábær leikur enda er ég buinn að spila hann þónokkuð mikið lika.



Inn á þennan lista sem var alltof lítill ættu að komast miklu fleiri leikir en þar sem ég gerði þennan lista í fljótfærni klukkan 05:21 á sunnudagsnóttu þá hugsaði ég ekki alveg nógu skýrt.leikir sem eiga líka heima þarna: age of mythology,empire earth,civilisation,broken svord,fear,prince of persia(gömlu og nýju),worms,warcraft 2 og 3,gta,CoD 2,elder scrolls leikirnir,neverwinter nights,UT,og fleiri.

PS:vildi ekki blanda cs og bf í þetta vegna þess að þá myndu einhverjir fara að rífast og listinn var ekki nógu stór.

Ég vill líka afsaka stafsetningu en allar villur í þessum texta hér fyrir ofan er vegna þess að ég kann ekki fingrasetningu og þess vegna hættir mér til að gera innsláttarvillur.

Ég vill líka hvetja fólk til að gera líka svona lista vegna þess að það er fróðlegt að vita hvað öðrum finnst.

takk fyri