Ég vinn á subway, og það kemur reglulega maður, útlendingur, sem reynir allt sem hann getur til að tala íslensku, stundum er alveg erfitt fyrir hann að koma orðinu útúr sér, en hann talar íslensku. Gerir allt sem hann getur. Og hann vill að við tölum íslensku við hann, hann er alltaf að læra meira og meira.