Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að
hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér
með því að stökkva í höfnina.
Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva
kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta.
Hún sagðist ætla að fyrirfara sér. Honum fannst það synd og
sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir.
“Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun,
ef þú vilt skal ég lauma þér með. ” Hann færði sig nær
stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni,
“ ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig”.
“Já” sagði stúlkan “hverju hef ég að tapa? ”
Um nóttina laumaði hann henni
um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum.
Hann færði henni annað slagið mat og drykk og í hvert skipti
elskuðust þau heitt og innilega.
Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og
fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna.
Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni
til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn:

“Þú hefur verið plötuð laglega núna, þetta er Herjólfur.”