Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

djjason
djjason Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
150 stig

Re: Íslenska lýðræðið er í hættu

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þín rök eru vissulega góð og gild og ég met það mikils þegar menn ræða um hlutina líkt og þú 550 gerir. Auðvitað hafa menn mismunandi skoðanir á til dæmis stjórnmálum hér heimafyrir svo við tökum þau eingöngu sem dæmi. Hinsvegar ætla ég svona að leyfa mér að “láta sem vind um eyru þjóta” ummæli þín um það væri mögulegt að þú myndir velja Hitler umfram USA. Ég svona get mér til um að þú hafir kanski ekki alveg meint það. Hitler og USA eru ekki sambærileg að mér finnst, það sem kanski væri...

Re: Íslenska lýðræðið er í hættu

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
“Það er í raun hlægilegt að halda því fram að lýðræði sé hér á landi. 2 menn gátu dregið þjóðina inn í skrípaleik bandaríkjanna og ef þú ert einn af þeim sem telja ríkisstjórn íslands vera handhafa valds og réttar yfir okkur, þá hlýtur þú einnig að telja þig ábyrga/n fyrir öll littlu börnin sem voru sprengd í klessu.” Vó…..þetta er frekar sterk setning. Mér finnst jafn erfitt að sitja bara heima og ekki skipta mér af því að Saddam Hussein sprengdi líka börn í klessu eins og þú orðaðir það...

Re: JetX

í Flug fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þetta eru sömu menn og voru með MD Airlines á sínum tíma. Þeir eru með tvær MD vélar sem þeir fengu frá SAS. Megin þorri áhafnar og viðhaldsstarfsfólk er á leigu frá SAS. Samkvæmt grein sem ég las í Airways fyrr í sumar þá eru þeir mest í leiguverkefnum til Ítalíu ef ég man rétt en eru að horfa í átt til annara áfangastaða….og stóð í greininni að þeir væru meðal annars að horfa til þess að geta flogið (eitthvað reglulega) til Keflavíkur. Veit samt ekkert meira um það.

Re: Ferðaskrifstofan(?) -Iceland Express

í Flug fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Svona fyrst þá vil ég nefna að ég er mjög ánægður að fá skemmtileg og yfirveguð, málefnaleg svör í þessari IE umræður. Það er eitthvað sem hefur skort undanfarið hér á huga. Bara svona til að leiðrétta þá vil ég koma því á framfæri að ég hef engra hagsmuna að gæta hjá IE, vinn ekki þar, vinn ekki fyrir neinn sem vinnur fyrir þá og hef aldrei flogið með þeim, ég bý meiraðsegja ekki á Íslandi. Ég er hinsvegar vinur litla mansins þegar það kemur að því að verja “newcommers” á markaði, sama...

Re: ASP - Tölfræði, kökur og súlurit

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það til til Flash graph “component” sem heitir FusionCharts. Minnir að fyrirtækið heiti Infosoft eða eitthvað álíka. Það er mjög ódýrt og þú getur downlodað fríu developer edition á meðan þú ert að búa þetta til (birtir einhvern texta á graphinu vegna þess að það er frítt en ekkert sem háir þér). En þegar þú ert búinn að hanna allt draslið þá geturu keypt full version. Minnir að það sé um 30$ eða eitthvað í kringum það. Það sem þú gerir til að nota það er bara að búa til XML skrá á disknum...

Re: Ferðaskrifstofan(?) -Iceland Express

í Flug fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hoddi: Er það tilfellið að þeir séu með flugrekstrarleyfi? Ég nefninlega hélt ekki því ég hélt að menn sæktu ekki um flugrekstrarleyfi nema þeir ætluðu að reka sínar eigin flugvélar sem er einmitt ekki tilfellið með Iceland Express. Það er kanski einhver annar hér sem veit betur um þetta mál. Annars er ég alveg sammála Hodda með það að tilgangurinn með greininni er enginn nema hugsanlega reyna að búa til einhver leiðindi gagnvart IE og því sem þeir eru að reyna að gera. Mig langar einmitt að...

Re: Er blindur á CSS villu

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Auðvitað….mundi þetta um leið og ég las póstinn frá þér. Svakalegt hvað maður getur orðið blindur á þetta þegar maður er búinn að vera að stara á þetta lengi.

Re: Endilega álita mitt meistaraverk !

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hahahaha….AseX er bara mjög sérstakur karakter. Vill fá komment en bara góðu kommentin. Maður hefði haldið að þegar menn biðja um komment þá séð það vegna þess að þeir vilja fá að vita hvað sé að svo þeir geti gert eitthvað betur. En AseX neitar síðan bara að hlusta á hvað er að til að geta bætt sig……(sem er bara í samræmi við Firefox umræðuna…hann nennir ekki að læra að smíða almennilegar vefsíður en vill samt að öllum finnist þær vera góðar).

Re: Firefox 1.0PR komið út

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú er bara blindaður af því hvað IE hefur í gegnum tíðina leyft mikið af lélegum kóða að birtast rétt. Auðvitað áttu að vanda þig við að smíða síðuna….ekki reyniru að reisa húsvegg bara með nokkrum nöglum og uhu lími. Lykillinn að því að browser úrvalið verði sem mest og að “allir” browserarnir birti síður eins liggur í því að einfalda ferlið fyrir browserana að lesa síðurnar. Því meir sem fólk fer rétt eftir stöðlum og “vandar” vinnuna sína því auðveldara verður þetta. Þannig að það er ekki...

Re: Edit post

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Er þessum fítus ekki bara sleppt því annars væru einhverjir óprúttnir gaurar sem væru í heaví rökræðum að breyta innleggjunum sínum eftir á þegar þeir væru komnir í þrot og myndu þá bara neita að hafa skrifað eitthvað.

Re: Nýja lookið.

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Algjör hörmung. Þegar ég fór fyrst inn á huga í gær þá fannst mér svona eins og þetta væri hálfklárað eða að style-sheet væru ekki að lodast.

Re: Server forrit!!

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Valið hlýtur samt að fara eftir því hvernig síður hann er að fara að gera. Þetta með 60% er vissulega nálægt réttri tölu en hinsvegar verður að hafa í huga notagildi þjónsins. Er hann bara að keyra HTML síður eða bara að leyfa directory browsing að einhverjum skrám. Það er nefninlega þannig að mjög miklum hluta í þessum 60%. Þá eru ekki mörg prósent eftir þar sem menn einfaldlega segja ég vil IIS eða Apache. Þannig að valið fer eftir því hvaða tækni maðurinn ætlar að velja.

Re: Server forrit!!

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Og rökin fyrir því að Apache er almennt talinn sá besti eru….? Fyrir utan það að auðvitað eru skiptar skoðanir milli manna hvað þeim finnst vera besti vefþjónninn en ég hef ekki séð nein rök fyrir því að almennt í heiminum er hann sá besti. En að spurningunni…. Windows: IIS (ef þú ætlar að vera með ASP, ASP.NET, PHP) Windows/Linux osfrv: Apache (PHP) Þessir tveir eru svona einna þekktastir. Apache er vissulega ókeypis en ef þú átt Windows disk þá er IIS að finna á honum.

Re: Keyra forrit

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég geri ráð fyrir því að þetta sé i tengslum við Javascript-skoða source umræðuna hér á korkunum. Ef svo er þá get ég sagt við þig alveg 99% viss….það sem þú ert að reyna að “passa” að fólk steli ekki frá þér er eitthvað sem einhver annar er pottþétt búinn að gera áður og því þyrfti maður ekki að leita lengi til að finna sama eða mjög svipaða lausn á google. Eyddu frekar tímanum í eitthvað annað….

Re: HTTP_ACCEPT

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ehemm…..veit nú ekki alveg hvernig ég á að koma mér út úr þessu..en ég meinti version 0.9.1 (Firefox). :)

Re: Icelander ekkki með nógu góða þjónustu

í Flug fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Er það samt raunin? Er Baugur nokkuð það vel liðið fyrirtæki ég held ekki. Hinsvegar býður matvörumarkaðurinn upp á miklumeiri samkeppni en flugið sem kanski lýsir sér í því að ekkert er að hafst þegar undirboð á sér stað þar. Við erum með tvær stórar blokkir sem keppa á matvörumarkaðinum plús nokkrar minni og þær þrífast alltaf þó svo að Bónus undirbjóði. Þetta gengur ekki upp á flugmarkaðinum bara einfaldlega vegna stærðar. Er það ekki bara skýringin á aðgerðarleysinu á matvörumarkaðinum?...

Re: Icelander ekkki með nógu góða þjónustu

í Flug fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Kaupi þetta svar þitt alveg með að bera sig eftir björginni. Það er náttúrulega eðlilegt…..eina ástæðan fyrir því að ég hampa alltaf á frumkvæðinu er að á einhverjum tímapunkti er verið að bera sig eftir björginni…..td í mínum tilfellum þá var það einhver á vegum Icelandair sem segir að seinkunin er staðreynd þá lætur maður vissulega í ljós gremjuna og segir “og hvað ætlið þið að gera til að bæta mér þetta upp”? Eða í öðrum tilfellum hef ég beint sagt við starfsfólk að ég sé óánægður og spyr...

Re: Icelander ekkki með nógu góða þjónustu

í Flug fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Sæll naim. Gott svar og ég alveg hjartanlega sammála því sem þú segir með hótelgistinguna. Auðvitað er það þannig í einhverjum tilvikum að það sé meiriháttar aðgerð að koma fólkinu (þótt fá séu) á hótel til að mynda vegna fjarlægðar og starfsfólk erlendis sem vinnur fyrir Icelandair er misjafnt eins og það er margt. Það sem mér gramdist hinsvegar í þessu svari þínu var þessi setning sem innihélt “…en með einni hringingu í þjónustudeild hefð…”. Ég hef komið inn á þetta áður í öðrum umræðum um...

Re: Icelander ekkki með nógu góða þjónustu

í Flug fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Og já gleymdi einu….þetta var ekki pakkaferð heldur flug á vegum Icelandair.

Re: Icelander ekkki með nógu góða þjónustu

í Flug fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Sæll Ómar…again…:) Svo ég vitni í þig “Ekki virðingarlegt að svara segirðu, ertu búinn að kíkja á fyrstu svörin?” og síðan vitna ég í mig “…ðum án þess að heyra hvað allir hafa að segja, þú mátt samt sleppa aula svörunum sem ríktu í upphafi umræðunnar:) ” Segir allt sem segja þarf. Jafnvel að þú hafir ekki þá nennt að lesa allt mitt svar :) Ástæðan fyrir því að ég hefði haldið 10 tíma seinkun væri nóg í þessu tilfelli var A) Þetta var yfir nótt B) Þegar meðalsvefntímini hjá mansskepnunni er...

Re: Icelander ekkki með nógu góða þjónustu

í Flug fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Sæll Ómar. Get ekki betur séð en flestir hér sem svara á málefnalegum nótum séu að flestu sammála þegar kemur að þeim atriðum sem spurningar Mazoo dreypa á. Það er bara hið besta mál. Hinsvegar langar mig að setja fram gagnrýni, harða gagnrýni, á eitt sem þú skrifar. Þú skrifar í einni setningunni atviksorðið “alltaf” eða nánar tiltekið í setningunni: “Icelandair hafa alltaf reddað sínum viðskiptavinum hótelum ef seinkun verður svo mikil að það er þörf á því.”. Þetta orð er mjög öflugt og...

Re: Mörg port á Apache

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ef þú hefur aðgang að DNS-inum með einhverju móti þá getur þú búið til A host records sem getur verið hvað sem er og svo stilliru vefþjóninn þannig að þetta undirlén tengist einhverjum ákveðnum vef eða hluta vefs sem er í einhverri möppu. Þannig ef það kemur fyrirspurn um þetta undirlén þá sé henni svarað með því að nota innihaldið í þessari möppu. Dæmi þú ert með einhvern aðalvef sem er í möppu sem heitir c:\www\asex. Þetta er vefurinn þinn með öllu tilheyrandi og ef ég slæ inn www.asex.is...

Re: Mörg port á Apache

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Afhverju viltu gera það. Að opna mörg port til að gera sama hlutinn er bara boðskort fyrir þá sem vilja brjótast inn á vélina hjá þér. Afhverju ekki bara láta Apache nota 80 portið og vera síðan með annaðhvort subdomains eða virtual directories og komast þá í möppuna test með því að slá inn annaðhvort http://test.ble.is eða http://www.ble.is/test osfrv.

Re: Góð og slæm þjónusta

í Flug fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þetta með Lufthansa…hvað ertu að meira. Því þú fannst eitt félag sem var verra þá er Icelandair best. Ég get fundið félög sem eru miklu verri “alltaf” en Lufthansadæmið sem þú nefnir…ég get líka fundið félög sem eru miklu betri en Icelandair. Málið snýst bara ekki um einstök tilfelli heldur viðskiptastefnuna í heild…sem lætur dæmið ganga upp. Ég hef ekkert á móti þjónustu, ekkert á móti heitum mat ef hann er innifalinn þó mér finnist hann ekki góður. Ég til dæmis borða hann í flestum...

Re: Læsa source code.

í Vefsíðugerð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hvaða source code? Hvað sérðu ef þú verð í view source? HTML kóða, HTML kóða sem einu sinni var bland af HTML og PHP kóða sem vefþjónninn þinn tók og breytti þannig að PHP-ið varð að HTML kóða. Sem þýðir hvað? Að þegar vefsíðan fer frá vefþjóninum og í browserinn þinn þá er bara HTML kóði að fara á milli. Er HTML orðið eitthvað leyndarmál? Helduru virkilega að þú sért í einhverjum breakthrough HTML pælingum sem aðrir ekki vita? HTML er opinn staðall aðgengilegur öðrum og því er ekki til...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok