Ég er búinn að vera að skoða CSS skrá hjá mér til að reyna að laga eina villu. Ég er búinn að stara á þetta og sé vandamálið ekki og er bara orðinn blindur á hvað það er sem er að. Datt í hug að fá ykkur til að kíkja á þetta.

Málið er að ég er með einn div container utan um allt efnið á síðunni. Sjá main.
#main {
border:1px solid #8C9E73;
width:100%;
}

Innan hans skiptist síðan í tvennt ef svo má segja, eitt div sem inniheldur menu vinstra meginn (sjá menuarea og menu) og eitt div sem inniheldur efni (sjá contentarea)
#menuarea{
float:left;
}
.menu {
margin:5px 5px 5px 5px;
border:1px solid #8C9E73;
width:120px;
}

#contentarea {
margin:5px 5px 5px 130px;
border:1px solid #FFFFFF;
height:100%;
}

Vandamálið er það að borderinn á main á alltaf að vera utanum alla síðuna en það virðist ekki vera að virka núna heldur virðist hann stjórnast af hæðinni á contentareainu. Í upphafi þegar síðan lodast þá eru engin gögn í contentarea og er það því mjög lítið og því minna en menuareað sem er alltaf af sömu stærð. Því “klippir” main borderinn menuinn í tvennt ef svo má segja þangað til að gögnin eru orðin það mikil að það fer niður fyrir menuinn.

Vona að einhver skilji mig :) Ég vil því í upphafi að main borderinn miðist við endan á menuinum (botninum á honum) og svo við contentið ef það verður “hærra” en menuinn og fer niður fyrir hann.