Firefox 1.0PR komið út Firefox 1.0PR komið út

Í gær kom út nýjasta útgáfan af Firefox vafranum og er hún númer 1.0PR. PR stendur fyrir “Preview Release” og er það sama og “Beta” sem yfirleitt er notað um svona frumútgáfur.

Þessi nýja útgáfa af Firefox inniheldur endurbætta pop-up vörn, endurbætt öryggi, núna er t.d. bakgrunnurinn á “address bar” gulur ef maður er á “secure” síðu. “Live Bookmarks” er líka nýr möguleiki í Firefox. Hann gefur notendum kost á að halda utan um RSS frá þeim síðum sem bjóða uppá þann möguleika, en þeim fer sífellt fjölgandi. Þessi fídus í Firefox er reyndar ekki fullmótaður ennþá, en hann lofar góðu.

Svokallaður “Plugin installer” er nú í Firefox, sem gerir það mjög auðvelt að finna og dánlóda nauðsynlegum “plugin”, t.d. fyrir Flash.

Einnig hefur leitin í Firefox verið endurbætt, og bíður nú uppá að orð sem leitað er að eru ljómuð (highlighted).

Með þessari útgáfu stígur Firefox gríðarlega stórt skref í áttina að því að vera algjörlega fullmótaður vafri. Þetta er að vísu ekki endanleg 1.0 útgáfa, en engu síður lofar hún mjög góðu.

Samfara þessari nýju útgáfu hefur verið opnuð heimasíðan http://www.spreadfirefox.com/ þar sem aðalmarkmiðið er að fá núverandi notendur Firefox til að deila því til sem flestra að nota Firefox í stað IE.

Gert er ráð fyrir því að endanleg 1.0 útgáfa af Firefox líti dagsins ljós seinna á árinu. Ég hvet alla til að sækja sér þessa nýju útgáfu, Firefox er mun betri vafri en IE á nánast allan hátt.

Til að sækja Firefox
http://static.hugi.is/essentials/internet/www/mozilla/firefox/1.0preview/ eða
http://www.mozilla.org/products/firefox/

Hérna er gríðarlega gott hjálparborð
http://forums.mozillazine.org/

Nánar um “Live Bookmarks”
http://www.mozilla.org/products/firefox/live-bookmarks.html
http://dhruba.codewordt.co.uk/blog/2004/09/11/77/

Nánar um “Plugin installer”
http://gemal.dk/archives/000630.html

Nánar um “secure addressbar”
http://dhruba.codewordt.co.uk/blog/2004/09/11/79/

Nánar um nýju leitina
http://dhruba.codewordt.co.uk/blog/2004/09/11/80/

Þessi grein var m.a. unnin upp úr
http://www.mozilla.org/press/mozilla-2004-09-14-02.html