Grunnnámið plús kandídatsárið gefa réttindi til að starfa sem læknir. Trúðu mér, ég hef skoðað þetta nám, það munaði litlu að ég væri í læknisfræði í háskólanum núna í haust. Ég veit að flestir læknar læra meira, en samt sem áður þótt læknir sé aðeins með þessi 6 ár, eins og ljósmæður, fær hann hærri laun en ljósmóðirin. Ég trúi ekki að heimilislæknir úti á landi séu í erfiðara og tímafrekara starfi heldur en ljósmæður eru oft.