Af hverju þurfa foreldrarnir að stjórna því? Eina ástæðan fyrir að ég mátti ekki fara í hvaða skóla sem er var að það er of langt í þá, ég bý úti á landi. Samt fékk ég að fara í þann skóla sem mig langaði sem er næst (ME) :)
Hætta að vera latur ;) Það virðast allir bestu námsmennirnir að vera að deyja úr leti :S (m.a. ég) Kannski er það bara af því við fáum ekkert erfitt að læra … Ég veit ekkert um muninn á MR og Versló en ég mæli allavega með að þú farir í eitthvað erfitt og krefjandi :)
Mér finnst alltaf að fólki líki illa við mig þegar ég tala við það svo ég sleppi því oft. Ég á samt ekkert erfitt með að tala við fullorðið fólk, bara krakka á mínum aldri :S Sérstaklega stelpur …
(8) Mér finnst rigningin góð (8) Ég er ekki að djóka, sérstaklega dönsk sumarrigning er æði! :D (kannski er ég bara eitthvað gölluð að fíla rigningu :S)
Hehe … Meinarðu feimni þá? Eða hvað? Annars held ég að ég sé líka með þennan óviðráðanlega sjúkdóm. Ég bara kann ekki að tala við hvern sem er um hvað sem er :S Og ég vinn í sjoppu og þarf að tala við alla …
Ég lenti í svipuðu með vinkonu mína :S Reyndar var hún ekki með venjulegt flog heldur var þetta eitthvað af því hún lenti í áfalli. Það er alltaf að líða yfir hana en samt var þetta miklu verra :S Ég fékk sjokk!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..