Eins og kom fram þarna er ég sem stjórnandi á jazz og blús mjög ánægð með þessa hugmynd. Mér finnst ekki nógu margir taka þátt í þessu áhugamáli og langar að gera það virkara. Ég hef þess vegna samþykkt flest sem kemur þarna inn, þótt það sé hvorki jazz né blús, heldur kannski eitthvað á sömu nótum. Mjög nýlega var send inn könnun um það hvort við fíluðum Bob Marley. Já var áberandi mest kosinn, kannski fíla margir jazz og blús aðdáendur reggí, kántrí, folk og heimstónlist líka. Allavega...