Ég er á þriðja ári í ME. Má vera böðull en nennti því ekki (og sé núna eftir því). Það var geðveikt þegar ég var busuð. Á fimmtudegi mættum við öll í öfugum fötum og fleira þannig skemmtilegt. Allan daginn (skóladaginn, þau hættu þegar flestir voru búnir í tímum) máttu böðlarnir ráðskast með okkur, láta okkur syngja, dansa, þjóna sér og fleira. Við máttum ekki labba í stigum, ekki sitja í stólum og fleira skemmtilegt. Á föstudeginum var svo aðal athöfnin. Það byrjaði á að böðlarnir komu inn...