Nú nýverið höfum við Íslendingar byrjað að veiða hvali aftur og gerst eitt af tveimur löndum sem veiða hvali í atvinnuskyni, Noregur er eina annað landið sem veiðir í atvinnuskyni, hinar hvalveiðiþjóðirnar veiða í vísindaskyni. Persónuleg skoðun mín á þessu máli er að við tókum rétta ákvörðun. En hvernig get ég verið á þeirri skoðun? Næstum öll stórveldi nútímans gagnrýna okkur, erlendar fréttastofur eins og CNN og BBC segja að við höfum brotið bann og séum “að gefa heiminum puttann” og...