Ég var lögð í anlegt einelti síðustu 3 árin í grunnskóla, það var hlegið af öllu sem ég sagði og sagt að ég væri ljót og ógeðsleg. Einu sinni fékk ég nóg og kýldi einn gaur sem var að leggja mig í einelti og þá lenti ég í vandræðum, “þó að hann hafi kallað þig tussu áttirðu ekki að kýla hann” sagði fullorðna fólkið við mig. Núna er ég í framhaldskóla og laus við eineltið en ég er léleg í öllum samskiptum og á erfitt með að eignast vini.