Hvað er einelti?

Tilvitnjun:
“Einelti er skilgreint sem endurtekin eða viðstöðulaust áreyti/ valdbeiting, munnleg, sálfræðileg eða líkamleg, framkvæmdar af einstaklingi eða hóp einstaklinga sem beita sér gegn annarri manneskju eða hóp einstaklinga gegn þeirra vilja.”

Til eru nokkrar gerðir af einelti og ég ætla að fara útí þær allar.

Fólk virðist lenda í einelti fyrir hvað sem er. Þarf ekki nema einn til að vera með leiðindi þegar boltinn byrjar að rúlla.
Ég hef kynnt mér einelti voðalega vel og þekki vel inná þetta mál. Ég þekki þolenda hliðina mjög vel og hef reynt að skilja gerendahliðina. En bara mjög margt sem ég skil ekki hví fólk gerir svona hluti. Er það vandamál heima fyrir, hræðsla, minnimáttarkennd eða bara pjúra illska? Ég veit ekki svei mér þá.

Ég hef skrifað grein um einelti hérna inná, það er komið gott betur en ár síðan ef ekki 2 og á þeim tíma hef ég þroskast og með meiri vitneskju um þetta. Ástæðan fyrir áhuga mínum á þetta málefni er líklegast augljós, ég er fórnalamb eineltis.
Lenti í mjög leiðinlegu einelti í grunnskóla og hafði engan til stuðnings. Skólinn gerði EKKERT til að bæta ástandið. Voru leiðinlegir tímar en ekki hægt að svekkja sig á þeim til lengdar. En ef einhver hefur spurningar er ykkur velkomið að senda mér skilaboð eða bara spyrja um hvað sem er :)

Eins og ég sagði þá skiptist einelti í tvo hluta, andlegt. líkamlegt.

Ég ætla byrja á að tala um andlegt einelti og ofbeldi.
Mér finnst andlegt ofbeldi mikið verra en líkamlegt. Við líkamlegt getur maður slegið frá sér og reynt að verja sig.
Þetta byrjar líklegast allt á einhverju smávægilegu sem magnast upp og maður verður niðurbrotin við minnstu orð. Fólk gleymir oft hvað orð geta sært þótt þau séu ekki meint illa.
Verst fannst mér þegar fólk var að setja útá mig með kaldhæðnistón…
dæmi:
ég fæ gott útúr prófi og bekkjafélagi kemur “heldur þú að þú sért eitthvað cool eða?” fyrir gott gengi á maður að fá hrós.
ég kaupi mér hárband og manneskja svarar “ertu að reyna vera cool, þú ert bara wannabe ég” án gríns þetta tvennt hef ég heyrt

Líka dæmi um leiðinlegt andlegt einelti er íþróttir, ég og líklegast flestir sem lenda í einelti hafa EKKI gaman af íþróttum. alltaf valin síðust, aldrei gefið boltinn, þurft að dúsa í horninu.
og alltaf þessi tónn “ohhh” ef einhver þurfti að vera með manni í liði…. that always feels good. og þetta “má ég skipta um lið” í alvöru talað, getur fólk ekki verið aaaaðeins meira obvious?

Útilokun er líka mjög andlegt, allir eru að fara í party, en þér ekki boðið. Allar stelpurnar ætla út að borða, en þú mátt ekki koma með. Þér er aldrei boðið neitt.
Þetta var mjög algengt hjá mér, fólk vísvitandi útilokaði mig.
Lenti til dæmis í því að það var að koma skólaferðalag, og fáir ætluðu. Vorum að fara á skíði í Bláfjöllum og ein stelpan kallar yfir bekkinn “hverjir ætla í skíðaferðalagið, ég vil ekki vera ein” ég elska skíði og hafði ákveðið að fara og ég rétti upp hendi. þá kemur svona “ohh” svipur á hana og hún kallar aftur “ætlar enginn að koma?”

Fékk að heyra í afmælum “af hverju bauðstu Sædísi?” og fólk sagði þetta alveg óspart fyrir framan mig, eins og ég væri ekki þarna. Var bara alltaf eins og fólk sæji mig ekki eða var alveg sama hvað þau voru vond.
Svo með útilokun, til eru dæmi að fólk gjörsamlega hundsa aðilann. Bara láta eins og hann sé ekki til, svara ekki þegar maður spyr og svoleiðis.

Baktal og sögur. Það er ekki skemmtileg að koma að fólki vera að tala um sig á slæman hátt. Einnig er ekki gaman að heyra sögur af sjálfum sér sem eru ekki sannar. Þetta er rosalega algengt vandamál. Líklegast hafa flestir einhverntímann dreyft orðrómi um aðra manneskju.

Eitt dæmi sem ég fékk að heyra. Strákur hafði fengið mjög fína og dýra úlpu. Strákarnir tóku uppá að RÚNKA sér yfir úlpuna. Pissað í skóna hans og hvaðeina.

Ég reyndar lenti í svona pissuveseni. Ég var með mikla blöðrubólgu sem krakki og pissaði oft undir. Eitt skipti pissaði gaur sem var með mér í bekk á bróðir minn, og auðvitað sagði ég eitthvað við hann, ég meina hann MEIG á bróðir minn HVAÐ ER ÞAÐ? og hvað er AÐ? og hann snýr þessu upp í grín á mér og fer að gera grín af mér fyrir pisseríið. og ég garga á hann “það er alla vega skárra að míga á sjálfann sig en aðra”

Vantrú - allir kunna eitthvað eða eru góðir í einhverju, og sem dæmi: manneskja er góð í stærðfræði en það biður enginn hana um hjálp því öllum er illa við hana.




Líkamlegt einelti -

líkamlegt einelti getur verið frá stanslausu litlu ati og poti. taka húfuna af manni. Klípa og jafnvel berja.

margir ráðast á einn. Sparka kýla og slá. hárreyta, hrækja, rífa föt það má endalaust telja.

Ég lennti t.d. í því að vera bundin utan um magann og dregin út í á.
var stundum slegin með skólatösku.

svo eru til heldur ýktara dæmi þegar fólki er dýft ofan í klósett og þessháttar ógeðsháttur.




Afleiðingar eineltis -

Fólk sem lendir í einelti eiga oft erfitt með að jafna sig og reyna lifa með þessu.
Þunglyndi og kvíði eru augljósustu afleiðingarnar en það er bara svo margt fleira… Fólk leitast í að finna eitthvað til að láta sér líða betur. Eins og t.d. matur,

það er mjög algengt að fólk fer að borða sér til ánægju, matur er nú nauðsynlegur en fólk leitast oft í að borða óhollt eða borða mikið á milli mála.

Kaupæði, já fólk getur lennt í því að fá kaupæði og raun ekki skilja hvar takmörkin eru og geta lennt ansi illa í því með skuldum til dæmis. Margir hugsa “ég hef átt erfitt, ég má kaupa mér sem ég vil” Ég viðurkenni að ég hef oft gert þetta. Alls ekki sniðugt því maður þarf að kunna sér hóf.

Fíkniefni, það er stórhættulegur fjandi. Ef þú kemst í návist fíkniefna meðan líðan er ekki góð. Sjálf hef ég nú ekki prufað slík efni en hef heyrt að þau séu mjög ávanabindandi og deyfir hugsun og þetta er eitthvað sem lætur þig líða betur. Maður getur lennt á botninum á mettíma með þessu.

Félagsfælni. Þér líður illa í kringum fólk og vilt eiginlega bara vera einn í þínum heimi. Líður illa á fjölförum stöðum og í þröngum stöðum.

Traust, þú átt erfitt með að treysta fólki og ert bara sannfærð/ur um að engum sér treystandi í þessum heimi. Þetta vandamál er erfitt og leiðinlegt. Þú kanski vilt treysta viðkomandi en bara GETUR það ekki.fs

En að sjálfsögðu eru ekkert allir sem lenda illa í þessu eftirá. Málið er bara það að maður verður að hjálpa sér sjálfur, gengur best þannig. Maður þarf bara safna kjarki og spíta í lófana og kýla á þetta!

Á tíma hélt ég að þessu mundi aldrei linna. Hugsaði oft með mér, hver er minn tilgangur í lífinu? Er það bara vera ein í volæði og sjálfsvorkun? Nei var svarið, það er svo sannarlega ekki minn tilgangur. Ég gat ekki verið að bíða eftir að aðrir hjálpuðu mér, ég er nógu sterk til að gera þetta sjálf. Að sjálfsögðu varð ég að byrja á að taka mig í sátt og vinna mikið í mér og í rauninni kynnast hver ég er því ég hafði aldrei fengið að blómstra.
Besti staðurinn var að fara burt, ekki flýja, bara fara einhvert í smá tíma í burt frá öllum.
Það gekk upp, ég fór í heimavistaskóla og kynntist bestu vinkonu minni sem hjálpaði mér að öðlast sjálfstraust. eftir að þessi skóli var búinn fór ég í Hafnarfjörð í skóla þar, hélt áfram að blómstra þar og eignaðist kærasta.
En sá fljótt að ég var ekki alveg tilbúin í þetta, átti eftir að vinna meira í mér. Flutti til foreldra minna útá land og lenti aftur í volæði og sjálfsvorkunn. Fattaði svo aftur að ég þurfti að laga þetta sjálf. Kynntist hinni bestu vinkonu minni og allt fór að ganga betur. Flutti svo aftur í bæinn og allt var að ganga vel.
Gekk svona áfram, flytjandi hingað og þangað um landið í leit af sjálfri mér og hamingju. Ég hef alveg verið ánægð frá því ég fór fyrst í heimavistarskólann en aldrei fengið þessa tilfinningu “já þetta er rétt, mér líður vel SVONA á lífið að vera”
Var ekki fyrr en ég hélt ég væri alveg búin að vinna allt upp og gera það sem ég gæti þegar allt actually skeði. Það var þegar ég tók á skarið og tók risa áhættu með að flytja austur á Egilsstaði til kærasta míns þegar allt fór að ganga eins og það á að vera. Fæ bara þá tilfinningu eins og þetta sé mjög rétt, ég er mjög hamingjusöm og það er einhver virkilega hamingjusamur með mér.
Mér líður vel, mér líður meira segja rosalega vel.

Ég á náttúrulega mörgum að þakka fyrir þetta. En fyrst og fremst sjálfri mér, ÉG ákvað að gera þetta og það var ÉG sem ýtti sjálfri mér útí að standa uppi fyrir sjálfri mér. En æðislegt fólk sem hefur hjálpað mér í þessu.
Það er bara svona eins og ég hafi loksins fengið sálarfrið og hætt að vera reið útí fólkið sem gerði mér lífið leitt. Ég hef loksins fundið það í hjarta mínu að fyrirgefa þeim þetta.

Ég vona svo innilega að þessi grein geti hjálpað einhverjum og kennt ykkur sitthvað um einelti og afleiðingar þess.
Lykilinn er að finna sjálfann sig, finna sinn tilgang, vera hamingjusamur og fyrirgefa, það er mjög mikilvægt að fyrirgefa.

Höf Kubbur og saedis88
Heimildir koma úr margvíslegum áttum, meðal annars frásögnum annara sem og wikipedia
Ofurhugi og ofurmamma