Ég er með hálsbólgu og ég er að drepast, hálsinn minn er bólnari en ég veit ekki hvað og þegar ég er ekki uppdópuð af íbúfeni og paratabs á ég mjög erfitt með að anda og get ekki kyngt útaf sársauka, svo er náttúrulega hiti, ógleði, hausverkur og svefnleysi sem fyglgir með. Teið mitt er vont. Svo er ég bara búin að vera veik í 2 daga sem þýðir að ég verð örruglega veik í 3 í viðbót

Ég er alltaf veik, var einusinni veik í hálft ár streight með 5 mismunandi kvilla, inflúensa b, flensan, hálsbólga, ennisholubólga og eitthvað og eftir það fékk ég mígreni, bílveiki og undarlega byrjaði ég að geta brakað í hálsinum á mér. Þeir kvillar sem ég þjáist af enn þann daginn í dag eru mígreni, innskeif, önnur löppin er styttri en hin, mjöðmin mín er skökk, er með vöðvabólgu í öllu bakinu og öxlunum, nærsýn og með gallaðann glerung í jöxlunum…

Meingallað eintak alveg hreint.

Einhver með góð ráð við hálsbólgu?


ehh já nöldur, hef ekkert betra að gera