Suspension Hvað er suspension?

Suspension er sú athöfn að hífa líkamann upp á krókum sem eru kræktir í gegnum húðina á mismunandi stöðum líkamans.

Sagan

Í tímans rás hefur suspension verið gert í andlegum tilgangi, sem hegning við glæp/um, í trúarlegum athöfnum, til þess að komast í einskonar trans og sjá sýnir, til þess að marka inngang unglings í heim hinna fullorðnu, til þess að reyna á þolmörk líkamans og sálarinnar. Suspension hefur tíðkast bæði hjá ýmsum indíána ættbálkum og hindúum. Athöfn sem hefur verið kölluð Sólardansinn tíðkaðist í N-Ameríku, þá er krókum eða festingum komið fyrir á bringu eða baki dansarans og hann svo festur við heilagt tré, hann dansar síðan frá trénu þar til festingarnar rífa sig í gegnum húðina og hann er laus.

Allen Falkner var einn af þeim fyrstu til að kynna suspension fyrir almenningi og hefur verið kallaður faðir nútíma suspension. Hann stofnaði fyrsta suspension hópinn, TSD, sem sérhæfir sig í að skipuleggja og framkvæma suspension.

Hvernig - mismunandi aðferðir við suspension

Hægt er að hengja líkamann upp á marga mismunandi vegu, með mismunandi fjöldi króka og staðsetningu þeirra, keðjum eða reipi sem notuð eru til að halda líkamanum á lofti o.s.frv.

Að hengja líkamann upp lóðrétt af bringunni (Vertical Chest Suspension) eða O-Kee-Pa suspension: Þá eru krókarnir festir á bringuna. Þessi aðferð líkist mjög athöfn sem indjánar framkvæmdu sem heitir O-Kee-Pa. Þessi aðferð af suspension er ein sú erfiðasta og kvalafyllsta, húðin á bringunni er frekar þunn og hætta er á að hún rifni. Fólk hefur einnig fundið fyrir erfiðleikum með öndun auk mikilla kvala á svæðinu undir höndunum þar sem togast í húðina þar.

Að hengja líkamann upp lóðrétt af bakinu (Vertical Back Suspension eða Suicide Suspension): Þá er líkaminn hífður upp með krókum sem festir eru í bakið. Þessi aðferð er ein sú auðveldasta, þar sem fólk á frekar auðvelt með að hreyfa sig meðan það hangir. Húðin á bakinu er einnig þykkari og ekki jafn viðkvæm og á mörgum öðrum stöðum. Oft er samt ekki mælt með þessari aðferð fyrir þá sem eru að suspenda í fyrsta skipti þar sem mikil þyngd hvílir á hverjum krók og því er sársaukafullt að lyfta líkamanum upp af jörðinni.

Að hengja líkamann upp lóðrétt af bakinu og handleggjunum (Scarecrow eða Crucifix Suspension): Þá eru krókar festir efst á bakið og upphandleggina. Viðkomandi hangir þá lóðréttur með handleggina út frá líkamanum.

Að hengja líkamann upp lárétt með andlitið niður (Superman Suspension): Þá er líkaminn hengdur upp með krókum á bakinu og fótleggjum. Þar sem krókarnir eru dreifðir yfir stórt svæði líkamans, og þ.a.l. er minni þyngd sem hvílir á hverjum krók, er þessi aðferð talin vera sú auðveldasta og sú besta fyrir byrjendur. Helsti gallinn við þessa aðferð er sú að svæðið aftan á fótleggjunum er frekar viðkvæmt og því er vont að stinga í gegnum húðina þar.

Að hengja líkamann upp lárétt með andlitið upp (Coma Suspension): Líkaminn er hengdur upp með krókum á bringunni, maganum og framan á fótleggjum. Þessi aðferð er ein af þeim sársaukameiri auk þess sem það getur verið áfall fyrir þann sem hangir að sjá krókana í húðinni og hvað húðin teygist mikið upp á við.

Að hengja líkamann upp af hnjánum (Falkner Suspension): Þá er líkaminn hengdur upp með krókum sem fara í gegnum húðina við hnén, þannig að höfuðið vísar niður og hnén hanga efst. Þessi aðferð er oftast kölluð Falkner aðferðin, eftir Allen Falkner sem var sá fyrsti til að prófa þessa tilteknu aðferð. Þessi aðferð er tiltölulega ný, en er mjög vinsæl. Hún þykir ekki mjög sársaukafull, en margir finna fyrir verkjum í mjóbakinu og húðin kringum hnén getur rifnað. Gallinn við þessa aðferð er að hún getur valdið svima og höfuðverkjum vegna þess hve blóðið flæðir til höfuðsins.

Margföld suspension (Tandem Suspension): Þá er líkami einnar manneskju hengdur upp í króka sem festir eru við aðra manneskju sem hangir líka. Fólkinu svipar þá til óróa þar sem einn hangir neðan úr öðrum.

Hvers vegna

Það eru margar ástæður fyrir því að fólk stundar suspension. Fyrir adrenalín eða endorfín kickið, að sigrast á hræðslu, að reyna að komast á annað stig andlegrar vitundar og allt þar á milli. Yfirleitt suspendar fólk til þess að öðlast nýja lífsreynslu og margir eru að því vegna þess að þeir vilja kafa svolítið ofan í sjálfan sig, reyna á þolmörk sín. Sumir eru að reyna að öðlast stjórn á líkama sínum eða reyna að aðskilja sál og líkama. Sumum langar einfaldlega til að prófa eitthvað nýtt.

Á einfaldan hátt má útskýra upplifunina á þann hátt að maður finnur fyrir togi, sviða og sársauka í einu, en flestir hætta að finna til mjög fljótt. Reynslan er þó mjög mismunandi milli einstaklinga, en í besta falli upplifir fólk einhverskonar fljótandi vímu. Sumir fara í hálfgerðan trans og finna ekki neinn sársauka en aðrir finna ótrúlega mikið til og verður óglatt af sársauka. Flestir fara þó í sjokk og finna alsælu og sársauka til skiptis meðan þeir eru í lausu lofti. En af því að fólk stundar suspension af svo mörgum mismunandi ástæðum verður upplifunin mjög einstaklingsbundin, maður uppsker eins og maður sáir má segja. Fólk upplifir oft það sem það vill upplifa. Sumum finnst það leiðinlegt, á meðan það breytir öðrum það sem eftir er, aðrir hugsa ekki einu sinni útí það heldur hafa bara gaman af. En fólk lýsir stundum því að það finni fyrir innri frið, það hefur enga stjórn á því sem er að gerast og slakar því á líkama og sál og treystir umhverfinu og alheiminum. Aðrir finna bara fyrir spennu og gleði. Flestir ef ekki allir eru þó sammála um að finna fyrir mismiklum sársauka einhversstaðar í ferlinu.

Hættur

Það er margt sem getur farið úrskeiðis í suspension, m.a. getur fólk dáið, það getur farið í lost, fengið svima, sársaukinn er mjög mikill, það er hægt að missa mikið blóð, fólk hefur misst meðvitund, ógleði, uppköst, dofi og hægt er að fá slæm ör. Fólk sem er með of háan eða of lágan blóðþrýsting, er hjartveikt, flogaveikt, sykursjúkt, með skert ónæmiskerfi, lifrarbólgu, blóðstorkusjúkdóma og fólk sem hefur lent í miklum áföllum (extreme shock) ætti ekki að suspenda eða a.m.k. tala við lækni áður. Ef einstaklingur ætlar að suspenda er mjög mikilvægt að hópurinn sem hjálpar honum viti af öllum lyfjum, sjúkdómum og öðrum læknisfræðilegum vandamálum sem viðkomandi hefur.

Suspension hópar

TSD (Texas): www.suspension.org
CoRE (Texas): www.wearecore.com
IWasCured (Toronto, Canada): www.iwascured.com
Stelarc (Australia): www.stelarc.va.com.au
Madmax Suspension Team (Finland): www.madmaxtattoo.com

*Þetta er mikið tekið af wiki.bmezine.com og svo þessum síðum hérna fyrir ofan.