Ég held ég hafi byrjað að teikna mikið í lok barnaskóla (5. - 6. bekk), aðallega af því að vinkona mín gat teiknað svo vel að mig langaði líka að geta teiknað vel. Svo fékk hún mig líka til að teikna, hvatti mig áfram. Síðan þá hefur teiknistíllinn minn bara þróast og ég hef fiktað við margt og mikið eins og málun með akrýl og vatnslitum, leir, tölvuteiknun. Eins og er er ég að læra Grafíska hönnun og líkar bara ágætlega.