Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

niðurskurður (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
þegar þú horfir svona á mig langar mig í þig mig langar að grípa eldhúshnífinn skera þig á háls svo blóðið úr þér sprautist upp um allt ég vil dýfa pensli í lífsvökva þinn mála töff slagorð á stofuveggina plokka úr þér augun og senda þau eitthvað…ekki til mömmu þinnar, kannski í Pentagon strá yfir hrásykri til gamans rífa upp á þér hárið með rótum og vefa úr því körfu því mig vantar eitthvað til að geyma í tærnar á þér og fingurna og mig langar að slíta af þér varirnar svo ég geti kysst þær...

hinsegin ljóð (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hef aldrei skellt neinum ljóðum hingað inn, en þessi staður hefur það framyfir ljóð.is að maður fær gagnrýni (hver lætur sig ekki dreyma um það). Ætla að prófa. – hinsegin ljóð (píslarvættiskvæði) ég er homminn í krossinum heiðinginn á omega skáknördinn í skautaflokknum og karlremban á kvennadeildinni ég er ástralinn á ísafirði húmanistinn í framboði kaninn á kópaskeri og valsarinn í vesturbænum ég er kristur á krossinum en ég dey ekki fyrir ykkur skítseiðin ykkar heldur sjálfa mig og eilíft líf

Þórður fer í megrun (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það var eiginkona Þórðar sem hafði fyrst orð á því að hann væri farinn að fitna fullmikið. Þau sátu við að snæða sunnudagslærið og þegar hann hellti þriðju ausunni af sósu yfir kjötið gat hún ekki lengur orða bundist. ,,Heldurðu ekki að þú ættir að borða aðeins minna, væni minn? Já eða hreyfa þig svolítið meira.“ Athugasemdin kom ekki flatt upp á Þórð. Vaxandi ístran var staðreynd sem hann hafði lengi reynt að ýta frá sér með þeirri afsökun að það væri eðlilegt fyrir mann á hans aldri að...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok