Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Kobe Bryant slær óvænt met

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ef Kobe er svona frábær leikmaður sem þú segir að hann sé, þá ætti mannandskotinn að geta leitt liðið til sigurs. Málið er að hann þarf einhvern eins og Shaq sér til stuðnings því hann er gjörsamlega ófær um að skapa sér færi sjálfur. Að mínu mati er ekkert lið eins leiðinlegt til áhorfs eins og Lakers, einhæfasti sóknarleikur sem til er í öllum heiminum. Ég væri til í að borga mig inn til þess að sjá öll hin 28 liðin í deildinni, en ég færi ekki einu sinni á Lakers leik þótt mér yrði borgað...

Re: Hvað þurfa LA Lakers að gera?

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Einfalt mál, þeir komast ekki í úrslitakeppnina!! En það verður hins vegar gaman að sjá þegar markaðirnir fyrir leikmannaskipti opna aftur bráðlega, það er margt sem komið gæti á óvart í þeim málum.

Re: Kobe Bryant slær óvænt met

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þetta er nú stolið úr SLAM. En jois þú varst að tala um að Kobe hefði ekki viljað láta skipta sér frá Lakers fyrir 2 árum. Það er einföld ástæða fyrir því, hann vissi það að ef hann færi í annað lið yrði hann aldrei álitinn merkilegur pappír. Ef honum hefði verið skipt úr Lakers, þá hefði Lakers einfaldlega fengið annan miðlungs SG og orðið meistarar, það er Shaq sem hefur unnið þessa titla fyrir Lakers. Einnig hefur það margoft komið fram í erlendum fjölmiðlum að Lakers eru með mun lakara...

Re: Kobe Bryant slær óvænt met

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Gæti ekki verið meira sammála jonkorn. Lítum til dæmis á leikmenn í fremstu röð sem ekki hafa unnið NBA titil: Patrick Ewing, Latrell Sprewell, Karl Malone, John Stockton, Gary Payton, Jason Kidd, Charles Barkley, Anfernee Hardaway, Alonzo Mourning, Tim Hardaway, Larry Johnson, Kevin Johnson og margir fleiri. Ég er eflaust að gleyma einhverjum, en þetta sýnir að hringarnir eru ekki allt. Það væri aldrei hægt að segja að menn eins og John Paxson eða Steve Kerr séu betri leikmenn heldur en...

Re: Kobe Bryant slær óvænt met

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þetta er bara einfalt mál að hann er sá besti í deildinni í vetur. Jordan er náttúrulega besti leikmaður allra tíma en er það ekki lengur í dag. Einnig er Larry Johnson einn sá besti. Ekki myndi ég telja þetta heimsku að segja að Spree sé bestur, það er einfaldlega sannleikurinn. Ég nenni ekki að telja upp öll þau atriði sem gera Kobe að svona ömurlegum leikmanni sem er heppinn að vera með Shaq í liði, ég er búinn að skrifa svo oft á huga.is hvað Kobe er ömurlegur. Kobe þarf ekki að hafa...

Re: Kobe Bryant slær óvænt met

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
En viti menn, hér kemur ég aftur sterkur inn. Það er nú algjör óþarfi að fara að væla og hlaupa til mömmu. Er ekkert nýtt að Sprewell sé með lélega nýtingu?? Yfir ferilinn er hann með 43.0% nýtingu, það er ekki slæmt. jois hvað ertu að bulla með eftirfarandi setningu “Og svo hefur Sprewell HALDAÐ verið með lélega nýtingu”?? Það er ekki heil brú í þessu, ég spyr bara ertu á einhverjum lyfjum?? Nú og hver er það sem er að eyðileggja Lakers núna, enginn annar en Kobe Bryant. Ekki fannst mér...

Re: Kobe Bryant slær óvænt met

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Í fyrsta lagi spilar Sprewell SF en Allan Houston (ein besta skytta deildarinnar) SG. Það er nú kannski ekki skrítið að Sprewell sé ekki með góða nýtingu núna, hann var handleggsbrotinn þegar deildin byrjaði og missti þar af leiðandi aðeins úr rythmanum. En jois að segja að Sprewell hugsi bara um sjálfan sig og sé slæmur fyrir liðsheildina er mesta þvæla sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ef einhver leikmaður er eigingjarn og slæmur fyrir liðsheildina þá er það glottandi auminginn númer 8 í...

Re: Kobe Bryant slær óvænt met

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
OK. olisteini nefndu nokkra SG sem ÞÉR finnst vera betri en Sprewell. Ég stórlega efast um að nokkur þeirra sem þú átt eftir að nefna sé betri en Sprewell. Eins og ég hef sagt oft þá er T-Mac mun betri leikmaður en Kobe. En jonkorn, kallarðu það að vera “steady superstar” að skjóta tæplega 30% nýtingu eins og Kobe hefur gert í mörgum leikjum. Eina ástæðan fyrir því að Kobe skorar svona mörg stig er sú að hann tekur svo ótrúlega mikið af skotum eins og Iverson gerir í mörgum leikjum. Iverson...

Re: Kobe Bryant slær óvænt met

í Körfubolti fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þú gleymir nú þeim besta, sá heitir Latrell Sprewell. Þegar hann kemst í stuð þá getur ekkert stöðvað hann.

Re: Michael Jordan

í Körfubolti fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég man það nú ekki alveg, ég er búinn að vera áskrifandi í 1 1/2 ár. Mig minnir það vera eitthvað um 6 vikur (1 1/2 mán). Reyndar er ég ekki búinn að fá blað í rúman mánuð núna, en það hlýtur að fara að koma.

Re: Michael Jordan

í Körfubolti fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það er ekkert leiðinlegra en að horfa á Lakers spila, þetta er svo hrikalega einhæfur sóknarleikur. Af hverju heldurðu að Kobe skori þetta mikið? Það er af því að hann þarf ekki að hafa neitt fyrir hlutunum eins og T-Mac, Shaq gefur bara á Kobe þegar Shaq er búinn að draga í sig 2 eða fleiri leikmenn. Ég er áskrifandi af SLAM og þar er mjög oft talað um hvað Kobe er heppinn að vera með Shaq í liði. Ég er alveg sannfærður um það ef þeir myndu skipta um lið að þá væri T-Mac að fá svipuð opin...

Re: Michael Jordan

í Körfubolti fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þú verður bara að sætta þig við þetta, Kobe Bryant er aumingi og verður ávallt aumingi. Hver heldur þú að sé að búa til skotin fyrir Kobe, nú auðvitað Shaq. Sóknarleikur Lakers byggist upp á því að senda á Shaq í upphafi sóknar, hann fær tvo eða fleiri menn í sig og sendir boltann á þá Lakers menn sem eru lausir (Kobe Bryant). Það sést svo greinilega að Kobe getur ekki skapað sér eins mörg skotfæri og T-Mac. T-Mac er mun betri alhliða leikmaður heldur en Kobe, það sést til dæmis á því að...

Re: Michael Jordan

í Körfubolti fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég sá hann nú spila á þessum árum. En þótt þú segir að hann hafi verið að spila eins og fíflið gerir í dag þá var hann ekki að reyna að fara asnalegar leiðir að körfunni. Og ef hann gerði það þá endaði það með körfu en ekki mistökum eins og hjá Kobe. Eins og ég hef sagt áður, þá er Kobe bara heppinn að vera með Shaq í liði. T-Mac er mun betri leikmaður en Kobe, ekki hefur T-Mac haft einhvern risa með sér, en hann er samt einn besti leikmaður deildarinnar í dag.

Re: Michael Jordan

í Körfubolti fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Kobe mun aldrei verða jafngóður og Jordan, hann mun reyndar ekki einu komast með tærnar þar sem Jordan hefur hælana. Kobe er of mikill einspilari og reynir oft að fara fáránlegar leiðir að körfunni og þar af leiðandi missir hann boltann í stað þess að senda hann.

Re: Allt að gerast

í Körfubolti fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér finnst nú þó að Sýn ætli ekki að sýna frá NBA fyrr en í febrúar, þá mættu þeir alveg sýna NBA tilþrif svo að maður sæi nú eitthvað úr deildarkeppninni.

Re: Margt og mikið

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hugsa að Jay Williams verði nýliði ársins en Richard Jefferson í New Jersey verði framfarakóngur ársins.

Re: Dallas Mavericks enn taplausir.

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú ert ekki einn um að þola ekki Lakers, ég held að það sé ekkert sem fari meira í taugarnar á mér heldur en sjálfumgleði Kobe Bryants.

Re: Minnesota Timberwolves - Boston Celtics

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ferðin sjálf út kostaði eitthvað um 50.000 kr. en miðinn á leikinn kostaði 47 dollara í fínum sætum. Sætin voru reyndar í efri hluta hallarinnar, en þau voru neðst í þeim hluta þannig að maður sá mjög vel. Það er ekki erfitt að kaupa miðana, maður fer bara inn á “ticketmaster.com” og velur sér leikinn sem maður ætlar á og finnur síðan þau sæti sem til eru.

Re: LA Lakers

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mér langar nú bara að benda þér á það í þessum sjöunda leik voru þeir alls ekki óheppnir. Washington var búið að vera með 10-15 stiga forystu allan leikinn en það var bara rétt í lokin sem Lakers komst yfir með 3 stiga körfu frá Horry. Þetta var fyllilega verðskuldaður sigur hjá Washington, og Stackhouse tróð boltanum þegar tíminn var að renna út.

Re: Manute Bol snýr aftur!

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég man nú eftir einum leik með honum þegar hann skoraði 5 þriggja stiga körfur. Þetta er ekkert djók, ég er búinn að sjá þetta bæði á nba.com og espn.com

Re: Lakers tapa og Kobe í stuði

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég var að koma frá USA í morgun eftir 5 daga ferð og ég sá einmitt Lakers-Boston í sjónvarpinu, það var einmitt Kobe sem klúðraði leiknum í lokin. Seinasta sóknin þeirra átti að enda á skoti frá Horry en Kobe skaut lélegu skoti og klúðraði. Í sókninni áður skaut hann ömurlegu fade away skoti í hlið körfuspjaldsins. Þannig að það var Kobe sem klúðraði þessum leik. Og ekki var nýtingin hans upp á marga fiska, 17 af 47 (36,17%. Það er ekki hægt að segja að hann sé í stuði þessa dagana því að...

Re: Spáð og spekúlerað fyrir NBA

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hann er enn þá mjög mikill einspilari eins og sagt er. Ég las á einni netsíðu um daginn eftir fyrsta leikinn, þá sagði Phil Jackson að Kobe hefði verið að reyna allt of mikið sjálfur í sókninni og Phil var alls kostar ekki ánægður með Kobe þá. Þannig að mér sýnist á öllu að KB sé ekki enn orðinn nógu þroskaður.

Re: Spáð og spekúlerað fyrir NBA

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það að Lakers séu búnir að tapa fyrstu tveimur leikjunum án Shaq sýnir bara það sem ég er búinn að halda fram heillengi, þ.e. Kobe Bryant getur ekki leitt Lakers en það getur Shaq. Kobe er enginn leiðtogi og mun aldrei vera, hann er bara ofmetinn monthani.

Re: sýningar á NBA á Sýn í vetur

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hvernig væri að hver einn og einasti sem er eitthvað af viti á þessum vef sendi e-mail á íþróttadeildina á Sýn og kvarti yfir þessu. Það hlýtur þá að vera eitthvað mark á okkur tekið. Það þýðir ekkert að blóta þessum mönnum í hljóði heldur verðum við að sýna það í verki að það er mikill áhugi á NBA en ekki á NFL.

Re: Könnunin

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hann verðskuldar ekki að vera þarna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok